Vetrarmótin hefjast senn

Vetrarmót af ýmsu tagi eru orðin mikil að umfangi. Meistaradeildarmót norðan og sunnan heiða eru hvað viðamest. Hefðbundin ísmót eru á sínum stað, bæði innan dyra og utan. Einnig reiðhallarsýningar af ýmsu tagi. LH stendur fyrir tveimur ísmótum.

Sameinging landbúnaðar- háskólanna ekki verið rædd

„Sameining landbúnaðar- háskólanna hefur ekki verið rædd sérstaklega, alla vega ekki svo ég viti,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Menntamálaráðherra segir að verið sé að fara yfir leiðir til að styrkja rekstur skólanna.

Þrjú sýkt hross aflífuð

Mbl.is segir frá því í morgun að tvö sem enn voru alvarlega veik vegna salmonellu- sýkingarinnar sem kom upp við Esjurætur fyrir jólin, hafi verið aflífuð í gær. Eitt var fellt daginn áður.

Heilbrigði íslenska hestsins

Matvælastofnun heldur fræðslufund um heilbrigði íslenska hestsins þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða teknir fyrir þættir sem ógnað geta heilbrigði og velferð hrossastofnsins og fjallað um viðbrögð við hugsanlegri vá. Þá verða nýleg dæmi um salmonellusýkingu og brot á dýraverndarlögum til umfjöllunar.

Huginn í Skagafjörðinn

Skagfirðingar hafa tekið Huginn frá Haga á leigu næsta sumar. Huginn stimplaði sig inn sem kynbótahestur í fyrra. Þá komu fram nokkur úrvals hross undan honum.

Sér fyrir endann á reiðöll Harðar

Hýsi ehf og Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hafa náð samningum um að Hýsi sjái um að útvega og reisa reiðhöll á svæði Harðar á Varmárbökkum. Reiðhöllin er 30 x 81 m = 2430 m2 að stærð og vegghæð 4,2 m. Iðnkúnst ehf sér um að reisa húsið.

Námskeið fyrir FT félaga hjá Antoni Páli

Félag tamingamanna býður upp á tveggja helga reiðnámskeið með einum allra besta reiðkennara landsins, Antoni Páli Níelssyni. Nánast óþarft er að kynna Anton en hann hefur starfað sem reiðkennari hjá Hólaskóla um árabil ásamt því að vinna við tamningar og þjáfun.

Eyþór Jónasson framkvæmda- stjóri Svaðastaðahallar

Eyþór Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Svaðastaðahallarinnar á Sauðárkróki. Hann sér um allan daglegan rekstur og fjársýslu, auk þess að skipuleggja móta- og sýningahald í höllinni.

KS – Deildin – Úrtökumót – Ráslisti

Úrtökumót fyrir KS – Deildina, Meistaradeild Norðurlands verður haldin í kvöld, miðvikudag 28. janúar í Svaðastaðahöllinni. Mótið hefst klukkan 20.00. Byrjað verður á keppni í fjórgangi. Knapafundur verður klukkan 18.30 í anddyri hallarinnar. Áríðandi að allir knapar mæti.

KS-Meistara- deild Norður- lands hitar upp

KS-Meistaradeild Norðurlands hóf göngu sína í fyrra í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og blæs nú til leiks í annað sinn. Flestir af bestu knöpum Norðurlands tóku þátt í fyrra, þar með taldir knapar úr Eyjafirði.