Allra sterkustu

"Allra sterkustu" er árlegt töltmót landsliðsnefndar LH. Mótið hefur síðustu ár verið haldið í Samskipahöllini í Spretti, Kópavogi. Þetta er helsta fjáröflunarverkefni íslenska landsliðsins í hestaíþróttum á hverju ári og leggur hreinlega grunninn að starfi og undirbúningi liðsins fyrir NM og HM. 

Samstarfsaðilum LH gefst á mótinu kostur á að kynna sína starfsemi og koma auglýsingum í skrá mótsins. Þetta er mikilvægur vettvangur fyrir allt starfið og íþróttina og yfirleitt hefur mótið ratað í sjónvarpsfréttirnar á RÚV og stundum hefur verið gerður þáttur um mótið sem hefur svo verið sendur út við gott tækifæri. Allt er þetta hugsað íþróttinni til uppdráttar.