Samspil Benna seldist upp

Samspil, kennslubók í hestamennsku eftir Benedikt Líndal, seldist upp í byrjun desember. Nýtt upplag hefur verið prentað og er komið í bókabúðir og hestavöruverslanir. Benedikt er að vonum ánægður með viðtökurnar.

Ný heimasíða stóðhestsins Þrists frá Feti

Opnuð hefur verið ný heimasíða fyrir stóðhestinn Þrist frá Feti. Þar er að finna allt um Þrist, sögu hans, ættir, dóma, myndir og afkvæmi.

Glymur frá Innri-Skeljabrekkur til sölu

Hinn móvindótti stóðhestur og gæðingur Glymur frá Innri-Skeljabrekku er til sölu. Ýmsir hafa borið víurnar í hestinn í haust. Eitt hundrað og sextán afkvæmi hans eru skráð í WorldFeng. Mörg er vindótt.

Perlur fara úr landi

Sífellt bætist í hóp stóðhesta sem seldir eru úr landi. Í frétt á Hestafréttum kemur fram að hinn dökk-móvindótti Víglundur frá Feti sé farinn til Danmerkur. Kaupendur hans eru Gunnar Hafdal og Sigrún Erlingsdóttir í Danmörku.

Brutust inn í hesthús og stálu tækjum

Þjófar brutust inn í hesthús sem er í byggingu í Fjárborg í Reykjavík og stálu ýmsum tækjabúnaði, þ.á.m. loftpressu. Eigandi loftpressunnar telur að tækið sé eina sinnar tegundar á landinu, en hún kallast KGK 25/11. Tilkynnt var um innbrotið til lögreglu á föstudag.

Foli.is á nýjar skeifur

Heimasíðan www.foli.is hefur verið færð í nýjan búning. Nýja síðan er smíðuð í hugbúnaðinum WorldPress, og er hún nú aðgengilegri og betur búin tæknilega en áður. Það er Óðinn Örn Jóhannsson, stóðhestahaldari með meiru, sem á og rekur foli.is.

Eftirspurn eftir reiðkennslu

Eftirspurn er eftir reiðkennslu. Sigrún Sigurðardóttir, reiðkennari, segir að pantanir séu á svipuðu róli og undanfarin ár, alla vega hjá þeim hópum sem hún hefur lagt sérstaka áherslu á. Svokölluð “Hræðslupúkanámskeið” Sigrúnar njóta jafnan vinsælda.

María Gyða Pétursdóttir á Youth Cup 2008

Landssamband hestamannafélaga er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á svið æskulýðsmála. Á hverju ári eru haldin alþjóðleg mót á vegum FEIF þar sem æskufólk frá aðildarlöndunum kemur saman í leik og keppni. Á heimasíðu Harðar er að finna eftirfarandi frásögn þátttakanda í Youth Cup 2008.

FEIF Youth Camp 2009

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. – 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chigaco á búgarði sem heitir Winterhorse farm.

Opnir stjórnarfundir Glæsis á Siglufirði

Stjórn Glæsis á Siglufirði sammþykkti á dögunum að stjórnarfundir verði framvegis opnir öllum félagsmönnum með málfrelsi og tillögurétt. Allir félagsmenn sem vilja koma einhverju á framfæri við stjórn geta nú gert það beint og milliliðalaust.