Félagshesthús hestamannafélaga

Félagshesthús hestamannafélaga
Félagshesthús í hestamannafélagi er ætlað börnum og unglingum sem að eru að stíga sín fyrstu skref í hestaíþróttum. Félagshesthúsin bjóða upp á leigu á aðstöðu og plássi og afnot af hesti ásamt reiðtygjum fyrir þá sem ekki eiga hest. Einnig er boðið upp á pláss fyrir þá sem eiga hest eða hafa aðgang að hesti og reiðtygjum, en vantar aðstöðu og utanumhald. Undanfarin ár hafa fjögur hestamannafélög verið með starfrækt félagshesthús. Það eru hestamannafélögin Fákur, Sörli, Sprettur og Hornfirðingur. Í félagshesthúsunum kynnast börn og unglingar almennri reiðmennsku, daglegum störfum í kringum hesta og fleira sem tilheyrir hestamennsku 

Hér má finna samantekt um starfsemi félagshesthúsa hjá þessum fjórum félögum.