Nýliðun í hestamennsku

Félagshesthús hestamannafélaga

Undanfarin ár hafa fjögur hestamannafélög verið með starfrækt félagshesthús. Það eru hestamannafélögin Fákur, Sörli, Sprettur og Hornfirðingur. Haustið 2019 hóf Landssamband hestamannafélaga (LH) að safna saman upplýsingar um það hvernig þessi félög eru að standa að þessum málum. Rætt var við umsjónarmenn félagshesthúsa og framkvæmdastjóra félaganna til að fá innsýn í starfsemi síðustu ára. Þetta plagg er lifandi plagg og verður bætt í það jöfnum höndum eftir því sem upplýsingar berast.

Félagshesthús hestamannafélaga eru ætlað börnum og unglingum sem að eru að stíga sín fyrstu skref í hestaíþróttum. Þar kynnast börn og unglingar almennri reiðmennsku, daglegum störfum í kringum hesta og fleira sem tilheyrir hestamennsku. Þekking og færni sem fæst með þátttöku barna og unglinga í félagshesthúsum er margþætt; þau læra ábyrgð, umgengni og umönnun, kynnast leiðtogahlutverki, fá útiveru og hreyfingu og læra að mynda tengsl við aðra einstaklinga og dýr.

Hér má finna samantekt um starfsemi félagshesthúsa hjá þessum fjórum félögum.

Hestaval í Grunnskóla Grundarfjarðar í nóvember 2020