Æskulýðsbikar LH

Æskulýðsnefnd LH veitir á hverju ári Æskulýðsbikar LH, því hestamannafélagi sem þykir hafa skarað framúr með sínu starfi að æskulýðsmálum. Valið byggir á ársskýrslum æskulýðsnefnda félaganna, sem sendar eru inn til æskulýðsnefndar LH á haustin og hefur nefndin það verkefni að velja bestu skýrsluna. 

Æskulýðsmálin eru eitt það þýðingarmesta starf sem félögin hafa á sinni könnu, enda skilar öflug æskulýðsstarf öflugum hestamönnum, ekki satt?

Bikarinn er ýmist veittur á Landsþingum LH eða formannafundum, en Landsþing eru haldin annað hvert ár á sléttu tölunum og hitt árið er formannafundur. 

Þessi félög hafa hlotið Æskulýðsbikar LH síðan byrjað var að veita hann árið 1996:

2022 - Sörli
2021 - Sleipnir
2020 - Hornfirðingur
2019 - Geysir
2018 - Hringur
2017 - Brimfaxi
2016 - Sörli
2015 - Sprettur
2014 - Fákur
2013 - Sindri
2012 - Sleipnir
2011 - Hörður
2010 - Logi
2009 - Dreyri
2008 - Þytur
2007 - Máni
2006 - Léttir
2005 - Andvari
2004 - Blær
2003 - Fákur
2002 - Smári
2001 - Máni
2000 - Freyfaxi
1999 - Hörður
1998 - Sörli
1997 - Gustur
1996 - Léttir