Æskan og hesturinn í TM reiðhöllinni Víðidal 4.maí

Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 4. maí næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal.

1. maí alþjóðlegur dagur íslenska hestsins

Fjölbreitt dagskrá í hestamanafélögunum 1. maí alþjóðlegum degi íslenska hestsins

Skrifstofa LH lokuð í dag

Skrifstofa LH lokuð í dag, föstudaginn 26.apríl

Landslið Íslands í hestaíþróttum þakkar stuðninginn

Fjáröflunarviðburður landsliðs Íslands í hestaíþróttum, „Þeir allra sterkustu” var haldinn í TM-reiðhöllinni í Víðidal um páskahelgina. Sýningin heppnaðist vel í alla staði og var höllin full út úr dyrum og fjáröflunin sló öll met.

Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga og Stanley frá Hlemmiskeiði á „Þeir allra sterkustu“.

Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga og Stanley frá Hlemmiskeiði koma fram á „Þeir allra sterkustu“.

Jökull frá Rauðalæk og Herkúles frá Ragnheiðarstöðum á "Þeir allra sterkustu"

Gæðingarnir Jökull frá Rauðalæk og Herkúles frá Ragnheiðarstöðum munu leika listir sínar á „Þeir allra sterkustu“.

Tollur undir Kveik frá Stangarlæk fyrir 35.000 kr.

Í stóðhestaveltu landsliðs Íslands í hestaíþróttum fær einn heppinn kaupandi toll undir Kveik frá Stangarlæk fyrir 35.000 kr. Það sama gildir um Skýr frá Skálakoti, Þráinn frá Flagbjarnarholti, Draupni frá Stuðlum, Konsert frá Hofi, Organista frá Horni, Rauðskegg frá Kjarnholtum, Ljósvaka frá Valstrýtu, Spuna frá Vesturkoti, Skagann frá Skipaskaga, Útherja frá Blesastöðum, Óskastein frá Íbishóli, Sjóð frá Kirkjubæ, Ferni frá Feti, Óm frá Kvistum og 85 aðra topphesta sem slegist er um að halda undir.

Ráslistar á "Þeir allra sterkustu"

Þeir allra sterkustu er með nýju fyrirkomulagi í ár. Keppt verður til úrslita á völdum hestum í þremur greinum, fjórgangi, fimmgangi og tölti. Enginn forkeppni.

Heildarlisti 100 stóðhesta í stóðhestaveltunni

Undanfarin ár hefur landsliðið okkar leitað til stóðhesteigenda og óskað eftir að fá endurgjaldslaust folatoll undir þeirra úrvals hesta. Tollarnir eru svo seldir á stærsta viðburði landsliðsins sem er „Þeir allra sterkustu“. Undantekningarlítið hafa stóðhesteigendur tekið okkur vel og gefið tolla undir sína hesta. Við hjá Landssambandi hestamannafélaga og landsliðsnefnd eru ákaflega þakklát fyrir þennan mikla stuðning sem styrkir okkur í okkar vinnu. Við lítum svo á að þessar gjafir sýni glöggt velvilja hestamanna til landsliðsins og viljum við nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem í þetta sinn og hingað hafa veitt okkur stuðning með því að gefa folatolla.

Dagskrá - Þeir allra sterkustu

Styrktarmót landsliðs Íslands í hestaíþróttum fer fram laugardaginn 20. apríl í TM-reiðhöllinni í Víðidal.