Styrkir upplýsingar

Hér er yfirlit yfir mögulega styrki sem hestamannafélögin geta sótt um. Stórar fjárhæðir fara í gegnum marga af þeim sjóðum sem hér eru nefndir. Hestamannafélögin líkt og önnur íþróttafélög hafa rétt á og möguleika á að sækja fjármagn í þessa sjóði starfi sínu til eflingar og framdráttar.

Því fylgir vissulega vinna að sækja um styrki en ávinningurinn er vel þess virði. Það er mikilvægt að kynna sér reglulega hvenær opnað er fyrir umsóknir og hvenær frestinum lýkur. Einnig er mikilvægt að kynna sér reglur sjóðsins og áherslu atriði svo líklegra sé að umsóknin skili tilætluðum árangri.

Hér í skjalinu má finna leiðbeiningar sem geta komið að góðum notum þegar verið að sækja um styrki.

Endilega nýtið ykkur þessar upplýsingar og sækið um þá styrki sem geta nýst ykkur.

 

Styrkir eftir íþróttahéruðum:

Smellið á ykkar íþróttahérða til að opna undirsíðu með upplýsingum um þá styrki sem þau bjóða uppá. 

HSH: Snæfellingur.

HSK: Geysir, Háfeti, Jökull, Ljúfur, Sleipnir.

HSVHending, Stormur.

HSÞ: Feykir, Grani, Snæfaxi, Þjálfi.

ÍA: Deyri.

ÍBA: Léttir.

ÍBH: Sörli.

ÍRB: Máni.

ÍS: Brimfaxi.

UÍA: Blær, Freyfaxi, Geisli, Glófaxi, Goði.

ÍBR:  Fákur.

 

UÍFGlæsir, Gnýfari.

UMSB: Borgfirðingur.

UMSE: Funi, Hringur, Þráinn. 

UMSK: Adam, Hörður, Sóti, Sprettur. 

UMSS: Skagfirðingur. 

UNDGlaður.

USAH: Neisti, Snarfari. 

USÚ: Hornfirðingur.

USVSKópur, Sindri.

USVH: Þráinn.

 

 

Styrkir sem öll hestamannfélög geta sótt í:

UMFÍ

FRÆÐSLU- OG VERKEFNASJÓÐUR UMFÍ

Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Umsóknarfrestir eru tveir á ári. Fyrri umsóknarfrestur er til 1. maí og sá seinni til 1. nóvember.

Nánari upplýsingar: Fræðslu- og verkefnasjóður - Ungmennafélag Íslands (umfi.is) og 2024-vinnureglur_-fraeðslu-og-verkefnasjóður.pdf (umfi.is)

 

UMHVERFISSJÓÐUR UMFÍ

Umhverfissjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Skilyrði fyrir styrkjum er að styrkþegi sé félagi/félag í UMFÍ og verkefnið sé umhverfisverkefni. Í samræmi við reglugerð sjóðsins leggur sjóðsstjórn áherslu á að veita styrki til umhverfisverkefna sem tengjast yngra fólki, stuðla að auknum tengslum við náttúru landsins og/eða fela í sér nýjungar í umhverfisverndun og nýtingu.

Umsóknarfrestur er 15. apríl ár hvert.

Nánar: Umhverfissjóður - Ungmennafélag Íslands (umfi.is)

ÍÞRÓTTASJÓÐUR RANNÍS

Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta. Lágmarksstyrkur til verkefna er 250 þúsund krónur.

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að inngildingu í íþróttum. Sérstaklega þá til verkefna með börnum af erlendum uppruna. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Umsóknarfrestur: október 2025

Nánar: Íþróttasjóður | Rannsóknamiðstöð Íslands (rannis.is)

 

ÆSKULÝÐSSJÓÐUR RANNÍS

Styrkir til verkefna, á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka, unnin fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra. Þessi sjóður er ekki hugsaður fyrir íþróttastyrki en getur nýst sem styrkur til hestamannafélagana til eflingar fjölbreyts barna og æskulýðsstarfs. 

Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Skilyrði úthlutunar og forgangsatriði

Verkefnin þurfa að falla að markmiðum laga um Æskulýðsfélög. Þar segir að með æskulýðsstarfi sé átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum. Hvorki er heimilt að styrkja árvissa né endurtekna viðburði í félagsstarfi svo sem þing, mót eða þess háttar atburði né ferðir hópa. Lögð er áhersla á að styrkja almennan verkefniskostnað en ekki launakostnað.

Umsóknarfrestur: 17. febrúar 2025

Nánar: Æskulýðssjóður | Rannsóknamiðstöð Íslands

LÝÐHEILSUSJÓÐUR LANDLÆKNISEMBÆTTISINS

Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.

Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu (41/2007) og reglugerð um lýðheilsusjóð (1260/2011).

Ekki hefur verið opnað fyrir umsóknir, en það er öllu jafna gert í október.

Nánar: Lýðheilsusjóð (lydheilsusjodur.is)

 

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Hægt er að sækja um styrki vegna þjónustu og eða aðstöðu á ferðamannastað eða á ferðamannaleið. Þetta geta verið nýjungar eða verkefni sem auka afköst, öryggi eða náttúruvernd.

Einnig er hægt að sækja um styrk til að stuðla að úrbótum t.d. verkefni þar sem verið er að bæta eða lagfæra núverandi aðstöðu á ferðamannastað sem tengist öryggi eða náttúruvernd. Úrbætur vegna náttúruverndar og/eða öryggis á ferðamannastað eða ferðamannaleið

Hestamannafélög hafa til dæmis nýtt styrki úr þessum sjóð til þess að koma upp áningagerðum.

Nánar: Upplýsingasíða um umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða | Ferðamálastofa (ferdamalastofa.is)

 

STYRKIR SVEITARFÉLAGSINS

Mörg sveitarfélög veita ýmsa styrki til félagasamtaka á sínu heimasvæði, má þar nefna styrki til menningarverkefna, til greiðslu fasteignaskatts, atvinnumála, úrbóta á ferðamannastöðum, umhverfismála, íþrótta, æskulýðs og tómstundarmála. Þessir styrkir eru auglýstir á heimasíðum sveitarfélagsins. Við hvetjum ykkur til að kanna hvaða styrkir af þessu tagi eru í boði í ykkar heimabyggð.

 

STYRKIR FYRIRTÆKJA

Ýmis fyrir fyrirtæki og stofnanir styrkja starf íþróttafélaga. Mörg þeirra eru með upplýsingar um slíkt á heimasíðunni sinni en í öðrum tilfellum þarf að senda póst til að fá frekari upplýsingar. Hér eru dæmi um fyrirtæki sem styrkja reglulega verkefni af ýmsum stærðargráðum:

Alcoa

Alcoa -- Foundation

Arion

Styrkbeiðnir (arionbanki.is)

Byko

BYKO - Samfélagssjóður BYKO

EFLA

EFLA - Samfélagssjóður:

EIMSKIP

Styrkir | Eimskip

Kea

Menningar- og viðurkenningarsjóður | KEA svf.

Krónan

Styrkir Krónunnar

Landsbankinn

Samfélagsstyrkir - Landsbankinn

Landsvirkjun

Samfélagssjóður

MS

Styrktarbeiðnir – Mjólkursamsalan

N1

Styrktarbeiðnir - N1

Norðurorka

Samfélagsstyrkir | Norðurorka

OLÍS

: Styrkumsókn

ORKAN:

Styrktarbeiðnir og úthlutanir (orkan.is)

Rannís

Íþróttasjóður | Rannsóknamiðstöð Íslands (rannis.is)

Rio Tinto

Samfélagssjóður

Samkaup

Samfélagið | Samkaup

SAMSKIP

Styrkveitingar - Samskip

Seðlabankinn

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals

Sjóvá

Styrkbeiðni

SSAV

Uppbyggingarsjóður | Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

UMFÍ

Fræðslu- og verkefnasjóður - Ungmennafélag Íslands (umfi.is)

Vís

Auglýsingar, styrkir og vísindaferðir · VÍS (vis.is)

 

 

 

ATRIÐI TIL AÐ HAFA Í HUGA

Þegar sótt er um styrki er mikilvægt að kynna sér vel reglur sjóðsins sem sótt er í og hugsa vel hvernig það verkefni sem sækja á um styrk fyrir passar að reglum sjóðsins. Ef sjóðurinn er með ákveðin skilyrði eða viðmið er mikilvægt að minnast á það í umsókninni hvernig þessum skilyrðum eða viðmiðum er mætt.

Við gerð textans er mikilvægt að selja lesandanum hugmyndina um að þitt verkefni sé einmitt verkefni sem ætti að fá styrk. Hugsaðu textann út frá nefndinni/aðilanum sem tekur við umsókninni. Við gerð umsóknarinnar þarf að passa að vera ítarlegur en hnitmiðaður, varast endurtekningar og reyna eftir mætti að hafa textann skemmtilegan og skýran.

Gott er að setja umsóknina upp á eftirfarandi hátt:

Inngangur, stutt lýsing á verkefninu. Hér er gott að koma inn á atriði sem sérstaklega er horft til við útdeilingu úr sjóðnum eða annara atriða sem líkleg eru til að hafa úrslita áhrif samkvæmt lýsingu, markmiði eða reglum sjóðsins.

Greinið frá tímalínu verkefnisins og kostnaðar áætlun. Hvenær hefst það og hversu lengi verður ávinningur af því. Hafið þetta skilmerkilega sett fram.

Bakgrunnur verkefnisins, tilgangur og markmið, eru nauðsynleg í umsókn. Hvaða ávinningi gæti verkefnið skilað? Hver yrði mögulega afraksturinn eða niðurstaðan? Er verkefnið atvinnuskapandi? Fræðandi? Gott fyrir byggðarlagið? Kemur það einhverjum til hjálpar?

Endið á að þakka fyrir móttöku umsóknarinnar. Tilgreinið umboðsmann eða aðila sem getur gefið nánari upplýsingar ef á þarf að halda. Þá er best að tilgreina einnig reikning og kennitölu svo styrkurinn geti komist til skila.

Skrifið umsóknina eins og verkefnið verði að veruleika. Tilgreinið aðra styrktaraðila ef þeir eru til staðar eða hvaða fjármögnun er þegar búið að tryggja. Margir sjóðir styrkja bara hlutfall af áætluðum kostnaði. Það er gott að kynna sér vel hver sú upphæð eða hlutfall er.

Verið jákvæð og haldið ykkur við efnið. Ekki tala t.d. um að sjóðurinn hafi aldrei styrkt ykkur áður eða annað í þeim dúr. Passið að verkefnið sem er verið að sækja um styrk fyrir sé í forgrunni og ekki lengja textann með upptalningu á öðrum verkefnum, ágæti félagsins, formanns eða þess sem skrifar umsóknina. Nema slíkra upplýsinga sé krafist.

Ef sækja á um með umsóknareyðublaði skal nýta þau og munið að fylla í alla reiti.

Sendið þau fylgigögn sem óskað er eftir en passið að senda ekki óþarfa gögn.

Munið að vandvirkni kemur umsókninni langt. Málfar, stafsetning og heildar uppsetning skiptir máli sem og að vanda öll samskipti við styrkveitendur.

Gangi ykkur vel!