Heimsmeistaramót

Heimsmeistaramót íslenska hestsins er haldið annað hvert ár í Evrópulandi, utan Íslands. Stemningin er alþjóðleg - fólk frá 20 löndum heims er samankomið á einn mótsstað til að horfa á hestaíþróttir, hitta kunningja og kynnast nýju fólki. Gestir þessara móta eru jafnan á bilinu 10.000 - 15.000 talsins.

Ísland sendir um 20 manna landslið frá Íslandi. Þetta er blandað lið fullorðinna og ungmenna og íslenska liðið er jafnan það sigursælasta á mótinu. En samkeppnin er hörð og því leggur LH mikinn metnað í umgjörð og undirbúning liðsins hverju sinni.