• Norðurlandamót 2024 

    Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram dagana 8.-11. ágúst í Herning í Danmörku. Þar munum við fá að sjá bestu hesta Norðurlandanna keppa í íþrótta og gæðingakeppni. Keppnissvæðið í Herning er marglofað og er ekki við öðru að búast en að þar muni hver stórsýningin reka aðra.

    Á mótinu munum við sjá alla sterkustu hesta Norðurlandanna koma saman en mikill hugur eru í nágrönnum okkar á Norðurlöndunum og mun mótið gefa tóninn fyrir komandi heimsmeistaramót í Sviss á næsta ári.

    Á svæðinu verður spennandi markaðstorg, veitingasölur, leikvöllur fyrir börn auk þess sem á dagskráin eru fræðsluerindi, tónlistar atriði og fleira. Miðasala er í fullum gangni. Miðinn veitir aðgang að öllu svæðinu fyrir utan hesthúsin. Umhverfi mótsins er með besta móti og stutt í ýmsa þjónustu þar með talið Legoland og Lalandia.

     

Fréttir og tilkynningar

Íslandsmót ungmenna & fullorðinna hefst í Víðidalnum á morgun

24.07.2024
Íslandsmót ungmenna & fullorðinna hefst á morgun fimmtudaginn 25. júlí kl. 12:00 á keppni í fjórgangi. Það er ljóst að fremstu knapar okkar eru á leið í Víðidalinn með sterkustu og fljótustu hesta landsins til að etja kappi um Íslandsmeistaratitla þessa árs og keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, slaktaumatölti, tölti, flugskeiði, 150m skeiði, 250m skeiði og gæðingaskeiði.

Landslið Íslands á norðurlandamótinu í Herning

24.07.2024
Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram í Herning í Danmörku dagana 8-11 ágúst.

Glæsilegu og afar spennandi Íslandsmóti lokið

22.07.2024
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ bauð uppá frábæra aðstöðu og glæsilegt Íslandsmót barna og unglinga. Mótið var það fjölmennasta sem hefur verið haldið. Veðrið lék við mótsgesti að mestum hluta og mörg pör áttu frábærar sýningar. Mótið heppnaðist vel, var afar jafnt og spennandi en margsinnis varð að grípa til dómara úrskurðar um hver hlyti Íslandsmeistaratitilinn. Þátttakendur eiga lof skilið fyrir íþróttamannslega framkomu og fallega reiðmennsku. Dagurinn í dag var hreinn úrslitadagur og hófst á keppni í fjórgangi unglinga. Þar var keppnin geysilega hörð o

Dásamlegur sumardagur á Íslandsmóti Barna og Unglinga

20.07.2024
Dagurinn í dag var sannkallaður sumardagur hér á Varmárbökkum, þar sem keppendur og áhorfendur nutu sín í blíðskaparveðri. Forkeppni í Gæðingakeppni var fyrst á dagskrá en eftir hádegi hófust B-úrslit fyrst í fimmgangi unglinga þar sem Elva Rún Jónsdóttir og Pipar frá Ketilsstöðum voru hlutskörpust með 6,12 í einkunn og keppa því til úrslita á morgun. Þá tóku við B úrslit í fjórgangi í barna og unglingaflokki. Í barnaflokki var það Emma Rún Arnardóttir og Tenór frá Litlu-Sandvík sem tyggðu sig inn á A úrslit og unglingaflokki voru það þau Kristín Eir Hauksdóttir Holake og Þytur frá Skáney sem mæta aftur á morgun.
Styrkja LH

Vefverslun

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru