• samfélag íslenska hestsins

    Ert þú í hestamannafélagi?

    Landssamband hestamannafélaga hefur endurvakið átak til þess að vekja athygli á samfélagi hestamanna í hestamannafélögunum og því góða starfi sem þar er unnið.  Fjölmargir hesteigendur og hestamenn eru ekki skráðir í félag. Þetta hefur margvísleg áhrif á starf félaganna og viljum við því hvetja ykkur til að taka virkan þátt í þessu með okkur og kanna hvort þið séuð ekki örugglega með virka félagsaðild. 

    Markmiðið er að fjölga skráningum í hestamannafélög landsins en á sama tíma að halda á lofti og bæta ímynd okkar hestamanna sem og mikilvægi hestamennsku sem afreks- og almenningsíþróttar bæði í sveit og þéttbýli. Með auknum fjölda félagsmanna má auðvelda fyrir innleiðingu enn fleiri verkefna og hærra þjónustustigs öllum hestamönnum til heilla.

    Dæmi um verkefni hestamannafélagana:

    Nýting, viðhald og umsjón innviða t.d. reiðhallir, þjálfunaraðstaða, keppnisvellir, beitarhólf og önnur sambærileg íþróttamannvirki.

    Þjónusta sem félögin bjóða gjarnan upp á eins og snjómokstur, losun á taði, lýsing, kerrustæði, plastgámar ofl.

    Hagsmunagæsla og réttindabarátta gagnvart öðrum almennings íþróttum og ágengi þéttbýlis, en einnig samtal og samningar við sveitarfélög og yfirvöld.

    Félögin standa vörð um íþróttina og ásýnd hennar sem og þá menningararfleifð sem hestamennskan er og tryggja að hún taki pláss í samfélaginu.

    Þá eru öryggismál, forvarnarmál, nýliðun, menntun, keppni, afreksstarf, þróun og uppbygging félagssvæðanna á ábyrgð félaganna auk þess sem aðstaða til ferðalaga, merkingar og skráning reiðleiða, áningargerði og vegpóstar væru ekki til staðar nema vegna þess að félögin láta sig þessa hluti varða.

    Ert þú ekki örugglega í hestamannafélagi? 

    Skráðu þig í hestamannafélag hér

Fréttir og tilkynningar

Landssamband hestamannafélaga fordæmir illa meðferð á dýrum

14.02.2025
Landssamband hestamannafélaga fordæmir slæma meðferð á hrossum og dýraníð af öllu tagi.

Sigurvilji komin í bíó um land allt

14.02.2025
Sigurvilji, heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara, er komin í kvikmyndahús um nær allt land. Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói sl laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta.

Upptaka af Sportfengsnámskeiðinu

13.02.2025
Sportfengsnámskeið fyrir mótshaldara var haldið í ársbyrjun.  Upptaka af námskeiðinu er nú aðgengileg hér á síðunni. Farið var yfir kerfið frá því hvernig kerfið virkar almennt (aðgangur er stofnaður, finna mót, skráning keppenda osfrv) og hvernig það virkar í allri framkvæmd fyrir, á meðan og eftir mót.

Íþróttastyrkur til félaga sem sinna grasrótarstarfi

10.02.2025
Við minnum á að umsóknarfrestur fyrir íþróttastyk Erasmus+ rennur út á miðvikudaginn, 12. feb. Styrkurinn er ætlaður félögum sem sinna grasrótarstarfi innan íþróttanna og þjálfun fólks á aldrinum 13-30 ára. Verkefni í þessum hluta áætlunarinnar er ætlað að styðja við uppbyggingu íþróttafélaga í starfi með ungu fólki. Það er hægt að sækja um tvenns konar verkefni:
Styrkja LH

Vefverslun

Leiðin að gullinu

Almennt verð
Verð kr.
5.900 kr.
Skoða vöru

Uppskeruhátíð 2024

Almennt verð
Verð kr.
14.900 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Landsþing 2024

Almennt verð
Verð kr.
13.590 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Lokahóf Landsþings

Almennt verð
Verð kr.
12.500 kr.
Skoða vöru