• HM ÍSLENSKA HESTSINS
    4. - 11. ágúst 2025


    Sumarið 2025 verður Heimsmeistaramót íslenska hestsins"haldið í Sviss.

    Eins og flestir vita þá eru Heimsmeistaramótin með glæsilegustu viðburðum sem haldnir eru á erlendri grundu með Ísland í forgrunni.

    Mótið er dagana 4. - 10. ágúst og fer fram í BirmensTorf í Sviss

    BirmensTorf er lítið þorp í ca 30 km fjarlægð frá Zürich og mótssvæðið “Hardwinkelhof” í útjaðri þess. Mjög aðgengilegt og fallegt mótssvæði. Með fullri virðingu fyrir síðasta HM móti, sem haldið var 2009 í Sviss, þá er Handwinkelhof miklu aðgengilegri mótsstaður en var þá. Stutt er til Baden sem er mjög líflegur, fallegur bær og einfalt að njóta lífsins þar.

    Eins og áður þá býður VERDI Sport upp á pakkaferðir á mótið.

    Nánari upplýsingar

Fréttir og tilkynningar

Mælingar á reiðgötum

21.05.2025
Undanfarnar 6 vikur hefur LH mælt umferð hestamanna á einni af fjölmörgum reiðleiðum á félgsssvæði Fáks í Víðidal. Um er að ræða tilraunaverkefni sem vonandi getur nýst okkur hestamönnum til þess að átta okkur enn betur á umfangi hestamennskunnar. Mælirinn sem er notaður er tiltölulega einfaldur og var staðsettur á ljósastaur við reiðgötu. Hann var í þeirri hæð að hann mælir einungs knapa sem fer framhjá á hesti. Samskonar mælar eru notaðir víða til að mæla umferð gangandi og hjólandi vegfarenda.

Hugum að hestunum í sólinni

19.05.2025
Nú er heldur betur búið að vera blíða og stefnir í áframhaldandi sól og hlýindi. Gróður er snemma á ferðinni og margir hestar komnir út á sumarbeit. Að gefnu tilefni langar okkur að minna hesteigendur á að fylgjast vel með því að hestarnir hafi gott aðgengi að vatni þegar svona heitt er í veðri og komist í skugga vilji þeir það. Þá er gott að passa að saltsteinar séu til staðar til að bæta upp upp salt- og steinefnatapið sem fylgir svita. Hestar geta líka brunnið í sterkri sól og því er gott að smyrja ljósari svæði með hestvænni sólarvörn. Í reiðtúrum er gott að hafa í huga að hitastig er hærra en gengur og gerist og þjálfunin taki mið af því og passa vel upp á aðgengi að vatni bæði fyrir, á eftir og jafnvel á meðan á ferð stendur. Ef hestur sínir merki ofhitunar (hraður andardráttur, slappleiki, hár líkamshiti, svitaþorn og/eða óróleiki komdu honum þá umsvifalaust í skugga, kældu hann með vatni og hafðu samband við dýralækni. Með von um að allir njóti sín sem best í blíðunni!

Þórdís Anna Gylfadóttir kjörin í framkvæmdastjórn ÍSÍ

17.05.2025
Þórdís Anna Gylfadóttir úr Hestamannafélaginu Spretti var kosin í framkvæmdastjórn ÍSÍ á Íþróttaþingi 2025. Hún hlaut frábæra kosningu og hlaut næstflest greidd atkvæði af þeim níu frambjóðendum sem voru í kjöri. 
Á myndinni eru: Jónína Sif, Hinrik Þór, Linda Björk, Gundula, Berglind og Ólafur

Forseti FEIF heimsótti LH

15.05.2025
Gundula Sharman forseti FEIF heimsótti í dag skrifstofu LH. Gundula er um þessar mundir stödd á Íslandi, þar sem hún hefur átt fundi með samstarfs aðilum FEIF og öðrum hagsmuna aðilum sem tengjast íslenska hestinum.  Þá sat hún einnig fund með aðstoðarmönnum ráðherra og fjallaði þar um stöðu og framtíðarsýn Íslenska hestsins.  Gundula tók við embætti forseta FEIF fyrr á árinu og er þetta í fyrsta sinn sem hún heimsækir Íslands eftir að hún tók við því hlutverki. Heimsókn hennar á skrifstofu LH var fyrst og fremst til að efla tengsl og ýta undir áframhaldandi gott samstarf og samtal.
Styrkja LH

Vefverslun

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
70.000 kr.
Skoða vöru

Allra sterkustu - aðgöngumiði

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Happdrættismiði

Almennt verð
Verð kr.
1.000 kr.
Skoða vöru

Allra sterkustu - með kvöldverði

Almennt verð
Verð kr.
7.500 kr.
Skoða vöru