Reiðvega- og samgöngunefnd

Reglugerð Ferða- og samgöngunefndar

  1. Landinu skal skipt í sjö svæði og reiðveganefndir skipaðar á hverju þeirra
  2. Reiðveganefndirnar skulu skipaðar fulltrúa frá hverju hestamannafélagi innan hvers svæðis.
  3. Reiðveganefndirnar velja sér formann.
  4. Ferða- og samgöngunefnd LH skal skipuð formönnum reiðveganefnda hvers svæðis.
  5. LH skipar formann Ferða- og samgöngunefndar.
  6. Reiðveganefndirnar sækja um reiðvegafé ár hvert til LH.
  7. Reiðveganefndirnar vinna að framkvæmdaáætlun reiðvega fyrir sitt svæði til a.m.k. fjögurra ára í senn.
  8. Reiðveganefndirnar skulu skila inn framkvæmdaskýrslu ár hvert til skrifstofu LH um þegar unnin verk og gera grein fyrir úthlutuðu fjármagni til reiðvegagerðar innan síns svæðis.
  9. Reiðveganefndir sem trassa að skila inn framkvæmdaskýrslum, og greinargerð  vegna reiðvegaframkvæmda eiga á hættu að vera ekki með við næstu úthlutun reiðvegafjár.
  10. Reiðveganefndirnar leitast við að efla tengsl við Vegagerðina, funda a.m.k. einu sinni á ári  með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar á viðkomandi svæðum.
  11. Reiðveganefndirnar kynna sér framkvæmdaáætlanir Vegagerðarinnar í sínu umdæmi og bregðast við þeim eftir því sem við á.
  12. Reiðveganefndirnar kynna Vegagerðinni sínar reiðvegaáætlanir.
  13. Reiðveganefndirnar skulu fylgjast vel með skipulagsmálum í sínu umdæmi og gera viðeigandi athugasemdir á vinnslustigi skipulags, er varðar reiðvegi, reiðleiðir eða áningarhólf.
  14. Hestamannafélög sem að kjósa að vera fyrir utan samstarfs reiðveganefndanna skulu ekki útilokuð frá að sækja um reiðvegafé á sitt starfssvæði.