Reglugerðir um keppnisvelli

Greinar í lögum og reglum LH sem varða keppnisvelli:

7.4.4 Vallarstærð:

Gæðingakeppni skal fara fram á 300 m hringvelli með samliggjandi beinni skeiðbraut a.m.k. 175 m langri. Þó er heimilt að keppa á hringvöllum allt niður í 250 m að stærð með a.m.k. 4 m breiðri braut.

Leyfilegir vellir eru:
• Þ-laga vellir, með samliggjandi beinni braut
• A-laga vellir, með samliggjandi beinni braut
• Sérafmarkaðir hringvellir með aðliggjandi beinni braut.

Vellina skal afmarka með girðingum eins og þurfa þykir. Á landsmóti skal keppt á 300 m hringvelli.

8.3.2 Vellir

Allar FIPO keppnisgreinar skulu fara fram á viðurkenndum völlum hringvelli, skeiðvelli eða fimivelli eftir því sem segir í reglugerð um viðeigandi greinar. Vellirnir þurfa að uppfylla skilyrði sem koma fram í reglum þessum (sjá reglugerð um velli). Við inngang allra vallanna skal vera svæði þar sem knapar geta undirbúið hest sinn fyrir keppni sem og upphitunarhringur fyrir keppnisparið.

8.4.1 Hringvöllur

Völlurinn skal vera jafn og fastur, 250 m langur. Ytra ummál skal vera 271.69 m og innanmál 246.56 m, 4.00 m breiður, gerður eftir teikningum sem fylgja FIPO. Innri radíus beygjanna skal vera 13 m, ytri radíus beygjunnar 17 m. Lengd langhliðar (á milli beygja) skal vera 70.44 m, lengd skammhlið (á milli beygja) skal vera 12 m. Girðingar skulu vera lágar og hvorki trufla keppendur né dómara. Upphaf og endi langhliða skal merkja greinilega. Vellir 200 m til 250 m eru leyfðir. Mál vallanna eru eins og mál 250 m vallar nema að langhliðar (á milli beygja) eru 45.44 m á 200 m velli. Lítilsháttar vatnshalli, allt að 1,5% er leyfður á vellinum. Upphaf og endi langhliða skal merkja greinilega. Vísað er til teikninga hvað varðar önnur mál. Allir viðurkenndir vellir á Íslandi eru löglegir.

Á heimasíðu FEIF er að finna teikningar af hringvöllum

250x4 m hringvöllur

250x6 m hringvöllur

300x6 m hringvöllur

Skeiðbraut fyrir P2 - 100 m skeið með fljótandi ræsingu

Skeiðbraut fyrir PP1 - gæðingaskeið