Dómaranefnd

Reglugerð dómaranefndar LH

1.      grein
Dómaranefnd LH skal skipuð 3 mönnum og 2 til vara. Stjórn LH skipar strax að loknu árþingi nefndarmenn þar af einn nefndamann sem formann nefndarinnar. 

2.      grein
Verkefni nefndarinnar eru m.a. sem hér segir:

  1. Að vera sérfræðilegur ráðunautur sambandsstjórnar LH í öllum málefnum er varða dómara.
  2. Að gera tillögur til stjórnar LH í samráði við dómarafélögin um dómara til starfa á mótum erlendis, Íslandsmótum, lands- og fjórðungsmótum.
  3. Að hafa eftirlit með menntun dómara. Standa fyrir dómaranámskeiðum og útskrifa dómara í samráði við dómarafélögin.

3.      grein
Dómaranefnd LH skal í samráði við dómarafélögin halda samhæfingarnámskeið fyrir lok mars ár hvert. Lög og reglur LH skulu vera til staðar á þessum námskeiðum og ný blöð með breytingum og leiðréttingum tilbúnar í dómaramöppur, þannig að allir fái á þessum námskeiðum þær reglur sem ætlað er að keppa eftir á árinu.

4.      grein
Einungis þeir dómarar sem mæta á dómararáðstefnu (samhæfingarnámskeið) öðlast viðurkenningu LH til dómarastarfa það árið. Dómarafélögin gefa út lista yfir viðurkennda dómara og birta á heimasíðu LH. Mæti dómari ekki til endurmenntunar í tvö ár glatar hann réttindum sínum og þarf að gangast undir próf að nýju í samræmi við reglur félaganna.

5.      grein
Dómaranefnd LH skal skipa eftirlitsdómara á Íslandsmót, landsmót, fjórðungsmót, ef mót hefur fleiri en 200 skráningar og ef dómaranefnd telur ástæðu til.
Eftirlitsdómari skal auk þess að vega og meta dómsstörf, fylgjast með því að siðareglur þær sem samþykktar eru af LH séu haldnar í hvívetna af öllum aðilum viðkomandi móts.
Eftirlitsdómari skal skila skýrslu til dómaranefndar að loknu hverju móti.

6.      grein
Nefndin starfar sjálfstætt á vegum LH sem sér henni fyrir nauðsynlegu rekstrarfé. Hún er ábyrg gagnvart stjórn LH. Í upphafi starfsárs skal leggja fram kostnaðaráætlun vegna starfsins.

7.      grein
Dómaranefnd komi saman eins oft og þurfa þykir. Nefndin haldi fundargerðarbók sem liggi fyrir á stjórnarfundum LH.