Saga LH

Sögu LH er hægt að nálgast í bókinni "Í morgunljómann.... Saga LH í 35 ár"  sem skráð var af Steinþóri Gestssyni á Hæli og gefin út 1987.

"I. Forsaga

Sérhver ákvörðun sem tekin er á sér aðdraganda, misjafnlega langan og misjafnan umfangs eftir eðli máls. Svo er um stofnun Landssambands hestamannafélaga. Forsaga þess verður rakin hér á stórum dráttum.

Margir nefna stofnun hestamannafélagsins Fáks sem fyrstu hreyfingar manna til samtaka og samstarfs um hesta og hestamennsku og má það til sanns vegar færa. Þó er torvelt að segja til um hvenær því korni var fyrst sáð, er leiddi til vaxtar og viðfangs þess limprúða trés, sem líkja má Landssambandinu við. Það hefur skotið rótum um gervallt Ísland og tekur nú til allra byggða í landinu, stutt starfi 46 hestamannafélaga með um það bil 7150 félagsmenn." (Úr Í morgunljómann... Saga LH í 35 ár)