Landsliðs - og afreksnefnd

Reglugerð landsliðsnefndar

1.  grein. Uppbygging
Landsliðsnefnd starfar samkvæmt lögum LH.  Starfstími nefndarinnar er til tveggja ára í senn.  Landsliðsnefnd skal skipuð 4 aðilum sem stjórn LH tilnefnir.  Stjórn LH tilnefnir formann sem sér um boðun funda í samráði við skrifstofu.  Fyrsti fundur nefndarinnar skal haldinn innan mánaðar frá skipun hennar.  Að öðru leyti kemur nefndin saman eftir þörfum. 

2. grein. Hlutverk
Hlutverk landsliðsnefndar er að móta umgjörð um landslið Íslands í hestaíþróttum, þ.m.t. að tilnefna liðstjóra til stjónar LH.  Allir samningar sem gerðir eru í nafni landsliðsnefndar skulu lagðir fyrir stjórn LH til samþykktar.

3. grein. Verkefni
Nefndin sjái um gerð fjárhagsætlana fyrir hverja ferð landsliðsins fyrir sig og skulu þær lagðar fyrir stjórn til samþykktar. 
Nefndin í samráði við liðstjóra landliðsins útbýr reglur vegna vals á landsliði og skulu þær kynntar með góðum fyrirvara.  Nefndin skal einnig sjá til þess að ferða- og keppnisreglur séu kynntar fyrir landsliðsnefndarmönnum áður en landslið leggja af stað í keppnisferðir.  Nefndin sjái um að gerðir séu skriflegir samningar við liðstjóra og annað aðstoðarfólk. Landsliðsnefnd getur eftir atvikum kallað til starfa fleiri aðila.

4. grein.  Landsliðin
Gera skal samning við alla þá knapa sem komast í landsliðin. Í samningnum skulu vera skýr ákvæði varðandi gerð auglýsingasamninga og hverjar eru kvaðir knapa varðandi auglýsingar á búningi. Fullt samráð skal vera milli landsliðsnefndar og fjáröflunarnefndar LH varðandi gerð styrktarsamninga fyrir landsliðið.  Einnig verður að koma fram í samningi þessum reglur LH og ÍSÍ varðandi ferðalög. Í samningi þessum skal einnig vera ákvæði varðandi allan þann kostnað sem viðkomandi knapi ber. 

5. grein.  Fundargerðir
Nefndarmenn velja ritara nefndarinnar. Fundargerðir skulu ritaðar á hverjum fundi og  og skulu þær lagðar fyrir næsta stjórnarfund LH til kynningar.

6. grein.  Starfsmenn nefndar
Starfsmenn skrifstofu skulu leggja landsliðsnefnd lið eftir fremsta megni og sinna daglegum erindum er upp koma á vegum nefndarinnar.