Opið fyrir umsóknir á FEIF Youth Cup

FEIF Youth Cup 2018 verður haldinn í Axevalla Travbana í Svíþjóð 28. júlí – 4. Ágúst og er fyrir unglinga sem verða 14-17 ára 2018. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test. Hér fyrir neðan eru upplýsingar og umsóknareyðublað fyrir þá sem vilja sækja um.

Annað mót Meistardeildar Líflands og æskunnar

Annað mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar fer fram í Samskipahöllinni í Spretti næstkomandi sunnudag, 4. mars. Keppt verður í tölti í boði Equsana og hefst forkeppni kl. 17:00. Síðasta mót var afar skemmtilegt og er spennan orðin mikil fyrir töltinu. Aðgangur er ókeypis og hvetjum við alla til að mæta!

Námskeið í fundarsköpum

LH stendur fyrir námskeiði í fundarsköpum með Valdimari Leó Friðriksyni sunnudaginn 25.febrúar kl. 15:00 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Markmiðið er að veita stjórnarmönnum og nefndum hestamannafélaga tækifæri til að fræðast um hvernig hægt er að gera fundi markvissari og jafnvel styttri með góðri fundarstjórn.

Firnasterk töltkeppni í Rangárhöllinni

Eftir firnasterka keppni í tölti í Suðurlandsdeildinni var það öflugt lið Heimahaga sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins en liðsmenn Heimahaga lentu í 1. og 3. sæti í flokki atvinnumanna og 6., og 10. í flokki áhugamanna.

Frestað vegna veðurs

Ákveðið hefur verið vegna slæmrar veðurspár að fresta fyrsta móti Meistaradeildar KS, gæðingafimi sem fara átti fram á morgun, miðvikudaginn 21.febrúar. Ákvörðun verður tekin fljótlega um nýja dagsetningu.

Skrifstofa lokuð til kl. 13:00

Þriðjudaginn 20. febrúar verður skrifstofa LH lokuð til kl. 13:00 vegna námskeiðsbrölts starfsmanna. Við vonum að þetta komi ekki að sök og minnum á lh@lhhestar.is.

Védís Huld sigraði fjórganginn

Meistaradeild Líflands og æskunnar hófst í gær með sannkallaðri flugeldasýningu. Hrímnis fjórgangurinn fór fram í TM Reiðhöllinni í Víðidal og má segja að metnaður og prúðmennska hafi einkennt keppnina. Það var virkilega skemmtilegt að sjá uppáklædda knapana sýna sitt prógram á skínandi fínum og pússuðum hestum.

Meistaradeild Cintamani í kvöld í Spretti

Keppni í slaktaumatölti í Meistaradeild Cintamani hefst í kvöld kl. 19:00 í Samskipahöllinni í Spretti. Húsið opnar kl 17:00 en boðið verður upp á reykta hunangsskinku með brúnuðum kartöflum, hrásalati og rjómalagaðri sósu. Við hvetjum því alla til að mæta snemma í höllina!

Fyrsta mótið í MD æskunnar og Líflands

Fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar fer fram í TM reiðhöllinni í Fáki næstkomandi sunnudag, þann 18. febrúar. Keppt verður í fjórgangi og er keppnin í boði Hrímnis. 48 knapar eru skráðir til leiks og verður afar spennandi að fylgjast með þeim etja kappi.

Ráslisti fyrir N1 slaktaumatöltið

Næst á dagskrá í Meistaradeild Cintamani er keppni í slaktaumatölti en það er Þórarinn Ragnarsson og Rosi frá Litlu-Brekku sem ríða á vaðið. Margir sterkir hestar eru skráðir til leiks þ.á.m. sigurvegarar fjórgangsins Jakob S. Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey en þau urðu einnig íslandsmeistarar í greininni síðasta sumar.