Hestadagar

Hestadagar eru hátíð íslenska hestsins á Íslandi. Í Reykjavík er farið í hópreið í miðborginni og hefur fjöldi hesta og knapa verið um 150. Í forreiðinni hefur farið ríðandi fjallkona með mann sér við hlið. Borgarstjóri Reykjavíkur hefur oftar en ekki tekið þátt sem og forstöðumaður Höfuðborgarstofu, sem er markaðsstofa borgarinnar. 

Félögin um allt land hafa tekið þátt í Hestadögum á ýmsan hátt: 

  • Opin hús í hesthúsahverfum, almenningi boðið í súpu og kynningu
  • Sýningar í reiðhöllum
  • Firmakeppnir
  • Leikir, glens og gaman

Félögin hafa auglýst í bæjarfélögum sínum og hvatt bæjarbúa til að koma í hesthúsahverfin og kynna sér hvað hestamennskan snýst um.