03.02.2009
Knapar og hestar í Meistaradeild VÍS fengu heltur betur kalt bað við setningu deildarinnar, sem fram fór á Tjörninni í Reykjavík. Tíu til
fimmtán hestar lentu í vök þegar ísinn brotnaði undan þeim.
03.02.2009
Helluskeifur hleyptu heimdraganum fyrir ári síðan og er fyrirtækið nú með aðsetur í Stykkishólmi. Eigendur eru Agnar Jónasson og Svala
Jónsdóttir. Hellurskeifur bjóða nú skaflaskeifur á hagstæðu verði.
03.02.2009
Stjórn LH heldur vinnufund á Blönduósi um næstu helgi. Í tengslum við fundinn er hestamönnum í Húnaþingi, Skagafirði og
Siglufirði boðið til almenns fundar næstkomandi föstudag, 6. febrúar, í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi.
02.02.2009
Á morgun, þriðjudaginn 3. febrúar klukkan 14:00 verður haldinn blaðamannafundur blaðamannafundur fyrir Meistaradeild VÍS í
hestaíþróttum í Tjarnarkaffi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Strax á eftir munu knapar í Meistaradeild VÍS sýna
gæðinga á Tjörninni í Reykjavík til kynningar á deildinni. Kynningin mun fara fram á ísnum næst Tjarnargötunni. Að
sýningu lokinni mun fara fram blaðamannafundur.
02.02.2009
„Við hjá LH erum alltaf tilbúin til ræða málin,“ segir Sigurður Ævarsson, formaður keppnisnefndar og stjórnarmaður í LH.
„Við höfum verið að kynna gæðingakeppnina erlendis undanfarin ár. Viðtökurnar eru ekki eins eindregnar og við bjuggumst við.“
02.02.2009
Hið vinsæla ístöltsmót kvenna „Svellkaldar konur“ verður haldið í skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík laugardaginn
28. febrúar. Að þessu sinni verður boðið upp á keppni í þremur flokkum. Ekki verður boðið upp á yngri flokk þar sem
sérstakt æskulýðsmót á ís mun fara fram á sama stað laugardaginn 7. mars.
29.01.2009
Sjö nýjir knapar bættust í KS-Meistaradeild Norðurlands síðastliðið þriðjugdagskvöld. Keppt var í fjórgangi og fimmgangi.
Árni B. Pálsson og Karen Líndal Marteinsdóttur voru jöfn og efst í fjórgangi og Líney M Hjálmarsdóttir varð efst í
fimmgangi.
Sjö nýjir knapar bættust í KS-Meistaradeild Norðurlands síðastliðið þriðjugdagskvöld. Keppt var í fjórgangi og fimmgangi.
Árni B. Pálsson og Karen Líndal Marteinsdóttur voru jöfn og efst í fjórgangi og Líney M Hjálmarsdóttir varð efst í
fimmgangi.
28.01.2009
Á aðalfundi Faxa sem haldin var í desember var Heiðar Árni Baldursson Múlakoti kosinn íþróttamaður Faxa annað árið í röð. Hann hefur verið mjög duglegur að keppa, sem dæmi hefur hann verið í úrslitum á öllum vetrarmótum Faxa og oft í 1. sæti.
28.01.2009
Fyrsta mót Meistaqradeildar VÍS í vetur verður haldið í næstu viku, fimmtudagskvöldið 5. febrúar. Keppt verður í smala, sem einnig gengur undir nafninu hraðafimi.
27.01.2009
Magnús Einarsson í Kjarnholtum varð 60 ára þann 24. janúar 2009 og hélt mikla veislu í Aratungu. Þangað komu um 400 manns og snæddu þjóðlegan íslenskan mat og hlýddu á söng og glens.