Sportfengur

Sportfengur er tvíþætt kerfi sem Bændasamtök Íslands og Landssamband hestamannafélaga hafa þróað og unnið í samstarfi sín á milli. Á haustdögum 2017 kom ný útgáfa Sportfengs, sem er annars vegar skráningarkerfi þar sem fólk getur skráð sig á námskeið og á mót og hins vegar er Sportfengur mótakerfi sem heldur utan um öll mót í hestaíþróttum á Íslandi. Í því kerfi eru mót stofnuð, keppendur skrá sig sjálfir og þar slá ritarar dómara inn einkunnir keppenda o.s.frv. 

1. Smellið hér til að skrá ykkur á mót/námskeið: Skráningakerfi Sportfengs

2. Smellið hér til að skrá nýtt mót/námskeið (mótshaldari): Sportfengur