Sportfengur

Sportfengur er tvíþætt kerfi sem Bændasamtök Íslands og Landssamband hestamannafélaga hafa þróað og unnið í samstarfi sín á milli. Á haustdögum 2017 kom ný útgáfa Sportfengs, sem er annars vegar skráningarkerfi þar sem fólk getur skráð sig á námskeið og á mót og hins vegar er Sportfengur mótakerfi sem heldur utan um öll mót í hestaíþróttum á Íslandi. Í því kerfi eru mót stofnuð, keppendur skrá sig sjálfir og þar slá ritarar dómara inn einkunnir keppenda o.s.frv. 

Tölvunefnd LH kynnir þetta kerfi von bráðar fyrir mótanefndum hestamannafélaganna (19. janúar 2018).

1. Smellið hér til að skrá ykkur á mót/námskeið: Skráningakerfi Sportfengs

2. Smellið hér til að skrá nýtt mót/námskeið (mótshaldari): Sportfengur