Lágmörk

Lágmörk á Íslandsmót 2017

Keppnisnefnd LH setur á hverju ári lágmörk fyrir Íslandsmót fullorðinna. Útgefin lágmörk eru sá árangur sem parið þarf að hafa náð til að geta tekið þátt í Íslandsmóti. Athugið að árangur þessi má hafa náðst í T3, V2, F2 og/eða T4 fyrir samsvarandi grein á Íslandsmóti. Vakin er athygli á því að einkunnir parsins mega vera allt að tveggja ára gamlar.

Tekin var ákvörðun um að setja þau þar sem gömlu meistaraflokkslágmörkin voru og eru þau sem hér segir:

  • Tölt T1 6,5
  • Fjórgangur V1 6,2
  • Fimmgangur F1 6,0
  • Tölt T2 6,2
  • Gæðingaskeið PP1 6,5
  • Fimi 5,5
  • 250 m skeið 26 sekúndur
  • 150 m skeið 17 sekúndur
  • 100 m skeið 9 sekúndur