Lágmörk

Þátttökuréttur á Íslandsmóti

Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna hafa rétt til þátttöku efstu pör á stöðulista sem metinn er út frá árangri á löglegum mótum og gilda einkunnir pars frá fyrra og núverandi keppnistímabili í V1, F1, T1, T2, PP1, P1, P3 og P2.

Par sem keppir til verðlauna um samanlagðan sigurvegara, þarf að hafa þátttökurétt í a.m.k. einni grein og eigi jafnframt skráðan árangur í öðrum greinum sem telja til samanlagðra verðlauna.

Fjöldi þátttakenda í hverri keppnisgrein er eftirfarandi:

Keppnisgrein

Flokkur fullorðinna

Ungmennaflokkur

T1 tölt

30

20

T2 slaktaumatölt

30

20

V1 fjórgangur

30

20

F1 fimmgangur

30

20

PP1 gæðingaskeið

30

15

P2 100 m. skeið

30

15

P3 150 m. skeið

20

6

P1 250 m. skeið

20

6

 

Miðað er við stöðu á stöðulistanum 5 dögum áður en mót hefst. Ef knapi óskar ekki eftir þátttöku er næstu knöpum á stöðulista boðin þátttaka. Ráslistar liggja fyrir þremur dögum fyrir mót og þrír varaknapar tilgreindir í hverri grein. Flokkar fullorðinna og ungmenna ríða forkeppni saman en sérstök úrslit eru fyrir hvorn flokk fyrir sig.