12.12.2008
Hestamannafélagið Glaður í Búðardal og Hrossaræktar- samband Dalamanna standa fyrir byggingu reiðhallar í Búðardal. Húsið er 20x47 fermetra stálgrindarhús frá Steelbuilding, flutt inn af Jötunnvélum á Selfossi.
12.12.2008
Ég er á þeirri skoðun að hefðbundin tannröspun, eins og hún hefur verið framkvæmd hér á landi til margra ára, sé óþörf og í versta falli skaðleg, segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossa. Hún bendir hestafólki á að láta fagfólk meðhöndla tannvandamál.
12.12.2008
DVD diskar með kynbótahrossum LM2008 er kominn út. Allir stóðhestar sem sýndir voru á mótinu eru á diskunum og 101 hryssa. Alls er efnið 216 mínútur. Diskinn er hægt að nálgast í hestavöruverslunum og á heimasíðu +Film: www.plusfilm.is
11.12.2008
Hið sívinsæla Kvennatölt Gusts hefur nú verið dagsett og mun mótið fara fram laugardaginn 18. apríl 2009 í reiðhöll Gustara í Glaðheimum.
09.12.2008
Danskur peningamaður hefur nýlega keypt þrjá hátt dæmda stóðhesta hér á landi í samvinnu við Daníel Jónsson á Pulu. Hann heitir Michael Lennartz og er arkitekt sem hefur hagnast á leigufyrirtæki með iðnaðarhúsnæði.
09.12.2008
Daníel Jónsson, knapi og tamningamaður í Pulu, mun keppa í Meistaradeild VÍS í vetur. Hann verður liðstjóri liðs TopReiter. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem knapa er boðin þátttaka án þess að hann hafi tekið þátt í úrtöku.
09.12.2008
Eins og fram hefur komið í fréttum á hestamiðlum er Daníel Ben hættur störfum á www.hestafrettir.is. Hann er þó ekki af baki dottinn og boðar endurkomu sína í hestafjölmiðlun á sjónvarpsskjánum á nýju ári.
09.12.2008
Jón Ó Guðmundsson var kjörinn íþróttamaður Andvara 2008 á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Þetta er þriðja árið í röð sem Jón vinnur titilinn. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur þegar til þess er tekið að Jón er áhugamaður í hestamennsku.
08.12.2008
Jóhann K Ragnarsson og Theódóra Þorvaldsdóttir hafa tekið Neðra-Sel í Holta- og Landssveit á leigu og munu opna þar tamningastöð strax eftir áramót. Þau höfðu áður starfað á hrossaræktarbúinu Feti í rúmt ár.
08.12.2008
Niðurstöður lyfjaeftirlits sem framkvæmt var á Landsmóti hestamanna í sumar liggur nú fyrir. Engin efni af bannlista fundust í þvagsýnum knapanna tveggja eða blóðsýnum hestanna fjögurra sem boðaðir voru í lyfjapróf.