Herrakvöld Fáks 6. október

Laugardaginn 6. október verður haldið stórglæsilegt Herrakvöld í félagsheimili Fáks. Kvöldið hefst á fordrykk kl. 19.00. Glæsilegt villibráðarhlaðborð verður framreitt, veislustjóri verður Sigurður Svavarsson og Andri Ívarsson verður með uppistand.

Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna

Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna verður 3. október og 10. október milli 16:00 og 19:00 á skrifstofu LH Íþróttamiðstöðinni Laugardal Engjavegi 6. Miðasala er einnig á netfanginu uppskera2018@gmail.com.

Lokað fyrir hádegi 27. september

Vegna námskeiðs starfsmanna skrifstofu verður lokað fram að hádegi í dag 27. september. Opnum aftur kl. 13. Vonum að þetta valdi engum óþægindum kæru félagar.

Afrekshópur LH

Afrekshópur LH hefur verið starfræktur í þrjú ár og hefur verið að þróast og styrkjast. Liðstjóri hópsins er Arnar Bjarki Sigurðarson en hópurinn samastendur af 16 ungmennum á aldrinum 16-21 árs.

Kjörbréf fyrir landsþing

Við minnum formenn félaga okkar á að síðasti dagur til að skila inn kjörbréfum vegna landsþingsins á Akureyri 12. - 14. október, er föstudagurinn 21. september.

Uppskeruhátíð hestamanna

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg laugardaginn 27.október í Gullhömrum Grafarholti.

Vegprestar og upplýsinga- og fræðsluskilti á Kili

Biskupstungnamenn eru byrjaðir að setja upp vegpresta og upplýsinga- og fræðsluskilti á Kili.

Framboð til sambandsstjórnar LH

Kjörnefnd LH vekur athygli á að þeir aðilar sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 28. september.