Allra sterkustu aflýst

Mótinu Allra sterkustu á Íslandi sem halda átti dagana 5.-7. ágúst hefur verið aflýst. Þetta er gert í ljósi þess að víðtækt smit hefur komið upp á meðal knapa og starfsfólks á hestatengdum viðburðum, rétt eins og í samfélaginu öllu.

Menntaráðstefna LH - Dr. Hilary Clayton

Menntanefnd LH stendur fyrir rafrænni menntaráðstefnu í haust með heimsþekktum kennurum. Stefnt er að 5 kvöldum í október og byrjun nóvember á þessu ári og verður einn fyrirlesari í senn fyrstu 4 kvöldin, fimmta kvöldið verður svo samantekt og pallborðsumræður. Fyrsta dagsetning er 5.október og svo vikulega út þann mánuð. Hér er kynning á fyrsta kennara ráðstefnunnar.

Hertar sóttvarnarreglur í íþróttastarfi

Hraðvaxandi fjölgun COVID-19 smita í samfélaginu undanfarna daga hefur nú haft þær afleiðingar að stjórnvöld hafa neyðst til að herða sóttvarnir og setja á ný takmarkanir á samkomur

Íslandsmót barna og unglinga 2021

Frábæru Íslandsmóti barna og unglinga lokið.

Gullmerkjahafar LH á Fjórðungsmóti Vesturlands 2021

Fjórir heiðursmenn voru sæmdir gullmerki LH á Fjórðungsmóti Vesturlands 2021.

Þátttökuréttur á "Allra sterkustu á Íslandi"

Þátttökurétt á móti landsliðsnefndar "Allra sterkustu á Íslandi" sem haldið verður aðra helgina í águst, eiga efstu pör í hverri grein á stöðulista ársins 2021 í opnum flokki og ungmennaflokki Fjöldi í hverri grein er 15 í fullorðinsflokki og 10 í ungmennaflokki og má hver knapi aðeins keppa á einum hesti í hverri grein, þó hann eigi tvo hesta á stöðulistanum og öðlast þá næstu pör á listanum þátttökurétt. Í 150 og 250 m. skeiði eiga 6 fljótustu pörin í hvorum flokki þátttökurétt. Athugið að stöðulistinn getur tekið breytingum þegar árangur af þeim íþróttamótum sem framundan eru fram að Allra sterkustu er kominn inn.

Tilkynning vegna reiðleiða á Kili

Rafræn menntaráðstefna um líkamsbeitingu hestsins

Menntanefnd LH stendur fyrir rafrænni Menntaráðstefnu með heimsþekktum kennurum.

Allra sterkustu á Íslandi 5. til 7. ágúst

Allra sterkustu á Íslandi er mót sem landsliðsnefnd LH stendur fyrir dagana 5. til 7. ágúst á félagssvæði Fáks í Víðidal. Mótið verður í anda HM þar sem sterkustu keppnispörum landsins verður boðin þátttaka. Miðað er við 15 efstu pör á stöðulista ársins í fullorðinsflokki og 10 efstu pör í ungmennaflokki í hringvallagreinum, gæðingaskeiði og 100 m. skeiði, í 150 og 250 m. skeiði verða 6 fljótustu pörin í hvorum flokki.

Gæðingafimi LH sýningargrein á Íslandsmóti barna og unglinga

Opið er fyrir skráningu í gæðingafimi LH 2.stig sem verður sýningargrein á Íslandsmóti barna og unglnga á félagssvæði Sörla Hafnarfirði.