Meistaradeild VÍS - happadrætti - folatollur

Á næsta móti Meistaradeildar VÍS verður fyrsta happadrætti deildarinnar af fimm. Fyrsti folatollurinn sem dregið verður um er tollur undir Landsmótssigurvegarann Óm frá Kvistum. Ómur sigraði 5 vetra flokkinn á Landsmót eins og flestum er í fersku minni.

Frá Hrossaræktar- ráðunauti BÍ.

Af gefnu tilefni vil ég koma á framfæri að kynbótahross sem aðgengi hafa að væntanlegu Fjórðungsmóti á Vesturlandi næsta sumar, verða að vera skráð í eigu einstaklinga eða félaga með lögheimili á svæðinu frá Tröllaskaga að Hvalfirði við forskoðun í vor, þ.e. á hrossaræktarsambandssvæðum frá Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga að Hrossaræktarsambandi Vesturlands.

Þrjátíu og fimm umsóknir í úrvalshópinn

Þrjátíu og fimm umsóknir bárust til LH vegna úrvalshóps unglinga og ungmenna, sem auglýstur var fyrr í vetur. Takmarkirð er að gefa framúrskarandi efnilegum knöpum kost á bestu kennslu og þjálfun sem völ er á.

KS-Deildin, Fjórgangur

Fyrsta keppniskvöld KS deildarinnar verður n.k. miðvikudagskvöld og hefst kl. 20.00. Keppt verður í fjórgangi. Mikil spenna er að myndast og hafa  knapar verið að æfa í Svaðastaðahöllinni. Þar hafa sést glæsileg tilþrif og ljóst er að margir knapar koma mjög vel undirbúnir til leiks.

Opið bréf til Einars í Freyfaxa

Kæri Einar, eftir að lesa bréfið frá þér sem birtist á netmiðlum hestamanna í gær þá sjáum við Léttismenn ekki annað hægt en að svara þér.

Landsliðið óskar eftir folatollum

Fjáröflunarnefnd íslenska landsliðsins í hestaíþróttum rær nú lífróður við að fjármagna för liðsins til Sviss í sumar. Í fjárhagsáætlun LH er gert ráð fyrir 18 milljónum í kostnað við HM2009. Landsliðið biðlar til stóðhestseigenda um folatolla.

Það snýst um traust – Keppni í frumtamningu

Keppni í frumtamningu verður haldin á TEKIÐ TIL KOSTANNA 23.-25. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem keppni af þessu tagi er haldin hér á landi. Það er Hólaskóli sem stendur fyrir keppninni. Höfundur hennar er Eyjólfur Ísólfsson. Eyjólfur segir að það hafi lengi verið draumur sinn að halda keppni af þessu tagi. Enda sé frumtamningin sá grunnur sem allt byggist á.

Andvari leiðir í Bikarkeppninni

Bikarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu hófst með látum í reiðhöll Gusts í gærkvöldi. Húsið var fullt og mikil stemming þar sem hestamenn hvöttu sitt fólk til dáða með ýmsum leiðum. Í þessu fyrsta móti af þremur var keppt í þrígangi þar sem sýnt var fegurðartölt, brokk og hægt stökk.

Frá æskulýðsnefnd LH

Æskulýðsnefnd LH byrjaði fundarherferð sína í gær á fundi hjá Herði í Mosfellsbæ. Fundurinn var hugsaður fyrir hestamannafélögin á suðvesturhorninu.  Fámennt en góðmennt var á fundinum og ljóst að þeir sem mættu eru afar áhugasamir um málefni æskunnar. Það má benda þeim sem misstu af þessum fundi að fundað verður á næsta fimmtudag á Hellu og viku síðar á Akranesi. Einnig verða fundir á Neskaupstað, Akureyri og Ísafirði.

Ársmiðar á Meistaradeild VÍS

Ársmiðar Meistaradeildar VÍS verða seldir fram að keppni í fjórgangi, sem fram fer næstkomandi fimmtudagskvöld í Ölfushöll. Sex mót eru nú eftir í deildinni og kostar aðgangur að þeim kr. 8.500. Ársmiðinn kostar kr. 5.000, þannig að um verulegur afsláttur fæst með honum ef öll mót eru sótt.