Nýr knapi í Meistaradeild VÍS

Þær breytingar urðu nú um helgina á liði Top Reiter að Páll Bragi Hólmarsson hefur hætt keppni í Meistaradeild VÍS. Í stað hans kemur inn varaknapi liðsins Guðmundur Björgvinsson. Guðmundur er flestum hestamönnum vel kunnugur en hann hefur tekið þátt í keppni og kynbótasýningum í mörg ár.

Ljósmyndir frá Svínavatni á lhestar.is

Safn ljósmynda frá Svínavatni er komið á www.lhhestar.is. Smelltu á "Ljósmyndir" hér til vinstri á síðunni og þá koma upp flokkar ljósmynda sem hægt er að velja úr. Ljósmyndari er Jens Einarsson: frettir@lhhestar.is

Lokaskráningardagur á málþing um ágrip er 11. mars!

Hestamenn eru minntir á að lokaskráningardagur á Málþingið "Út með ágrip" er á morgun, miðvikudaginn 11. mars. Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is og í síma 433 5000. Ekkert skráningargjald. Hægt verður að kaupa mat fyrir kr. 1.500, sem greiðist á staðnum, en taka þarf fram við skráningu hvort viðkomandi ætlar að vera í mat eður ei.

Gæðingadómarar fá sendan DVD disk

Gæðingadómarafélag LH hefur sent félagsmönnum sínum DVD disk ásamt kynningarbréfi um upprifjunarnámskeið sem haldin verða nú í mars. Þeir gæðingjadómarar sem af einhverjum ástæðum fá ekki diskinn í pósti í þessari viku eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu LH.

Tilkynning til íþróttadómara

Vegna fjölda áskorana hefur stjórn HÍDÍ ákveðið að gefa þeim íþróttadómurum sem  komust ekki  á    áður auglýst samræmingarnámskeið, kost á því að mæta á námskeið þriðjudaginn 17.mars 2009 KL 20.00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Góðviðri og gæðingar á Svínavatni

Hans Kjerúlf og stóðhesturinn Sigur frá Hólabaki voru maður og hestur Ís-Landsmótsins á Svínavatni, sem fram fór um helgina. Þeir sigruðu tvöfalt, bæði í B flokki og tölti og fengu þar með tvö hundruð þúsund krónur í verðlaun. Vignir Siggeirsson, bóndi á Hemlu, sló í gegn í A flokki á heimaræktuðum gæðiningi, Ómi frá Hemlu. Einmuna blíða var á Svínavatni allan mótsdaginn og mótið gekk afar vel fyrir sig.

Árshátíðamót Mána-Úrslit

Árshátíðamót Mána fór fram laugardaginn 7.mars. Mjög góð þátttaka var á mótinu þó að mjög kalt væri í veðri. Reiðhöllin var notuð til  upphitunar sem var góður kostur í kuldanum. Dómari var Jóhannes Ottósson.

Vetrarmót Keiluhallarinnar og Gusts – úrslit

Annað mótið í vetrarmótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fór fram í Glaðheimum í gær. Um er að ræða þriggja móta syrpu þar sem þátttakendur safna stigum og í lok þriðja mótsins verða samanlagðir sigurvegarar svo verðlaunaðir sérstaklega. Stigakeppnin er mjög spennandi og jafnt á knöpum í mörgum flokkum, einn knapi hefur þó afgerandi forystu í sínum flokki, en það er Matthías Kjartansson í ungmennaflokki sem hefur sigrað á báðum mótunum hingað til.


MD VÍS - Úrslit slaktaumatölt

Þá er spennandi keppni í slaktaumatölti í MD VÍS lokið. Eftir forkeppni stóð efstur Eyjólfur Þorsteinsson, Málningu, á Ósk frá Þingnesi með einkunnina 7,37. Næst á eftir honum kom Bylgja Gauksdóttir, Líflandi, á Ösp frá Enni með einkunnina 7,30, og þriðji var Sigurður V. Matthíasson, Málningu, á Hyl frá Stóra-Hofi með einkunnina 7,17.

Bongó blíða á Svínavatni

Ís-Landsmótið á Svínavatni verður trúlega stærsta hestamannamót ársins norðan heiða til margra ára. Skráningar eru rúmlega 230. Fjöldinn af stórstjörnum eru á meðal þátttakenda eins og sjá má á meðfylgjandi ráslista. Veðurspáin er hagstæð.