27.03.2009
Milli 30 og 40 knapar taka þátt í úrtöku fyrir Ístölt - Þeir allra sterkustu, sem fram fer i Skautahöllinni í Reykjavík í
dag. Um það bil átta keppendur úr þeim hópi munu vinna sér rétt til þátttöku á aðalmótinu. Alls munu 27 knapar
og hestar keppa á Ístöltinu. Flestir valdir úrvals knapar í boði mótsins. En það eru einnig góðir knapar og hestar skráðir
til leiks í úrtökuna, keppendur sem gætu gert usla í toppbaráttunni.
26.03.2009
Landssamband hestamannafélaga hefur gefið út 112 síðna litprentaða ljósmyndabók með yfir 160 ljósmyndum. Myndirnar í bókinni er
allar frá árinu 2008, flestar teknar af Jens Einarssyni, ljósmyndara og blaðamanni. Bróðurpartur myndanna er tekinn á LM2008 og NM2008, en einnig við
önnur tækifæri.
26.03.2009
„Sveinn Guðmundsson er með yfirburðastöðu í íslenskri hrossarækt,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor á Hvanneyri og
fyrrverandi hrossaræktarráðunautur. Á ráðstefnu um hrossarækt Sveins sem haldin var á Sauðárkróki flutti Ágúst erindi
þar sem fram komu tölfræðilegar staðreyndir um hlutdeild hrossa frá Sveini í íslenskri hrossarækt.
25.03.2009
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður annað kvöld þ.e. fimmtudagskvöldið 26. mars kl. 20:00 í Þingborg. Dagskrá
fundarins er eftirfarandi:
25.03.2009
Síðasta mótið í vetrarmótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fer fram á reiðvellinum í Glaðheimum nk. laugardag 28. mars. Að
þessu sinni er mótið opið og fer skráning fram í Helgukoti (litla salnum niðri í reiðhöllinni) frá kl. 11-12 á laugardaginn, en
mótið hefst kl. 13. Skráningargjöld eru: Frítt fyrir polla, 500kr. fyrir börn og unglinga og 1.000 fyrir ungmenni og fullorðna.
24.03.2009
Einar Öder Magnússon hefur verið ráðinn liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum fyrir HM2009 í Sviss. Einar
Öder er þaulkunnugur öllum hnútum varðandi keppni í hestaíþróttum, bæði hér heima og erlendis. Hann hefur verið
aðstoðarliðstjóri og/eða liðsmaður íslenska landsliðsins á Norðurlanda- og heimsmeistaramótum í meira en tvo áratugi, eða
frá því á HM1987 í Austuríki.
23.03.2009
Hestamannafélagið Sleipnir hefur opnað nýja heimasíðu. Síðan hefur einnig fengið nýtt lén: www.sleipnir.is. Lénið var áður www.sleipnismenn.is. Á síðunni er að finna ýmsar upplýsingar um
félagsstarfið, bæði fyrr og nú. Síðan er byggð á Joomla vefumsjónarkerfinu og er hýst á Moli.is.
23.03.2009
Félagar í Hestamannafélaginu Loga í Biskupstungum héldu upp á 50 ára afmæli félagsins í Aratungu síðastliðinn
laugardag. Um 300 manns tóku þátt í fagnaðinum. Í Loga eru 204 félagsmenn, sem lætur nærri að vera um þriðjungur
íbúa sveitarfélagsins.
23.03.2009
Ísleifur Jónasson hefur tekið sæti í fagráði í hrossarækt sem fulltrúi Landssambands hestamannafélaga. LH hefur ekki átt
fulltrúa í fagráðinu síðan árið 2000, en þá dró LH fulltrúa sinn úr ráðinu í tengslum við
viðræður um sameiningu LH og Félags hrossabænda. Ekkert varð síðan af þeirri sameiningu.
23.03.2009
Skráning á “Ístölt – Þeir allra sterkustu" sem haldið er af LH til stuðnings íslenska landsliðinu er opin. Skráning fer fram
á: www.gustarar.is . Til að skrá sig þarf að smella á valliðinn "Skráning" í borðanum
efst á síðunni. Þá opnast skráningarkerfið og byrja þarf á því að slá inn kennitölu knapa til að geta valið
flokk.