21.05.2009
Hermann Árnason og félagar unnu frækilegt afrek í dag, eða öllu heldur síðastliðna nótt, er þeir sundriðu Jökulsá
á Breiðamerkursandi. Áin hefur ekki verið sundriðin áður í manna minnum, allavega ekki eftir að farvegur hennar komst í þá mynd sem
hann er nú. Yfirleitt var farið fyrir hana á jökli, eða hestar voru teymdir yfir á ferjubát.
21.05.2009
Fyrstu skeiðleikar Skeiðfélagsins fóru fram á félagssvæði Sleipnis á Selfossi í gærkvöldi. Sigurbjörn Bárðarson
vann gull og silfur í 250 m skeiði og Ragnar Tómasson jr. bar sigur úr býtum í 100 m skeiði. Það var hins vegar Þorkell Bjarnason sem kom
fyrstur mark í 150 m skeiði á Veru frá Þóroddsstöðum.
19.05.2009
Nú er verið að taka niður skráningar á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu. Tekið er við skráningum
í síma 480-1800. Síðasti skráningardagur er á morgun miðvikudaginn 20. maí. Einnig er á auðveldan hátt hægt að
skrá hross í kynbótadóm á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands http://www.bssl.is/ þar er
einnig að finna ýmsan fróðleik um kynbótasýningar.
Búnaðarsamband Suðurlands
19.05.2009
Hollaröðun fyrir kynbótasýninguna á Sörlastöðum í næstu viku er að finna á heimasíðu Búnaðarsambands
Suðurlands http://www.bssl.is/ en hún var uppfærð í dag vegna smávægilegra breytinga. Sýningin hefst
stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 25. maí nk.
Búnaðarsamband Suðurlands
19.05.2009
Opið World-Ranking Íþróttamót Sörla
Verður haldið á Sörlastöðum 23. og 24. maí. Allir flokkar í boði. Skráning er á miðvikudaginn 20. maí milli klukkan 19:00 og
21:00
Allir velkomnir.
Mótanefnd Sörla <http://www.sorli.is/GetMynd.asp?aID=1128>
19.05.2009
Laugardaginn 23. maí næstkomandi verður haldið Opna Austurlandsmótið í hestaíþróttum á félagssvæði Freyfaxa í
Stekkhólma. Mótið er jafnframt síðasta mótið í stigakeppninn Töltmótaröð Austurlands.
19.05.2009
Íþróttamót Gusts fór fram um helgina í blíðskaparveðri í Glaðheimum. Þátttaka var mjög góð og
áttu bæði keppendur og áhorfendur góðar stundir í blíðunni. Niðurstöður úr forkeppni hafa verið birtar á
www.gustarar.is en hér á eftir fylgja úrslit úr öllum flokkum.
18.05.2009
Ath !!! Skráning í kvöld, mánudag.Opin Gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins í Keflavík verður
haldin dagana 23. og 24. maí á Mánagrund.
18.05.2009
,,Veðrið lék við hvurn sinn fingur á opnu íþróttamóti hjá Sóta um helgina og óhætt er að segja að það
hafi tekist með glæsibrag. Tímasetningar gengu upp, völlurinn hefur aldrei verið betri og hestakosturinn var frábær. Sótafélagar hafa
lagt nótt við dag að gera mótið sem glæsilegast og vonandi eru gestir ánægðir með hvernig til tókst og að við fáum
ennþá fleiri keppendur næst. Öllum sem komu að mótinu á einn og annan hátt eru þökkuð vel unnin störf. Úrslit
fóru þannig:
18.05.2009
Úrtakan vegna HM 2009 fer fram dagana 16. Júní (fyrri hluti) og 18. Júní (seinni hluti) á félagssvæði Fáks,
Víðidal.
Skráning er á skrifstofu LH til föstudagsins 12. Júní.