05.05.2009
Í tilefni af 20 ára afmæli Hestamannafélagsins Sóta verður haldið opið íþróttamót á nýjum glæsilegum velli
félagsins við Breiðumýri á Álftanesi 16. og 17. maí næstkomandi. Keppt verður í öllum aldursflokkum í fjórgangi,
fimmgangi, tölti og T-2 ef næg þátttaka fæst.
05.05.2009
Ívið fleiri hross hafa verið seld til útlanda fyrstu fjóra mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu
fjóru mánuðum ársins 2008 voru 473 hross seld til 11 landa. Á fyrstu fjóru mánuðum 2009 voru seld 487 hross til 13 landa. Þau lönd sem
bætast við í ár eru Færeyjar með 5 hross, og Ítalía með 1 hross.
05.05.2009
Minnum á aðalfund Skeiðfélagsins þriðjudaginn 5. maí klukkan 20:00 á Kaffi Krús, Selfossi. Á dagskrá verða venjuleg
aðalfundarstörf. Kveðja, stjórn Skeiðfélagsins.
04.05.2009
Sýningin Æskan og hesturinn var haldin í Top Reiter höllinni á Akureyri síðast liðinn laugardag. Óhætt er að segja að
sýningarnar tókust vel og var húsfyllir á fyrri sýninguna og góð aðsókn á þá seinni. Áætla má
að um 1300 manns hafi komið á þessar sýningar. Atriðin voru góð og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur.
04.05.2009
Kynbótasýning verður haldin í Hringsholti, Dalvík 13.-15. maí nk. Skráning í Búgarði, í síma 460-4477 eða
á netfangið vignir@bugardur.is . Skráning er hafin en síðasti skráningar- og greiðsludagur er föstudagurinn 8. maí . Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu.
04.05.2009
Fundur um málefni LH og Landsmóts verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 6. maí kl 20-22 í
fundarsal ÍSÍ. Til fundarins eru boðuð hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu, auk Mána í Keflavík. Stefnt er að
því að halda samskonar fundi um allt land á næstu vikum.
04.05.2009
Firmakeppni Freyfaxa 2009 var haldin í Stekkhólma þann 1. maí síðastliðinn. Keppnin er ein helsta tekjuöflun félagsins ár hvert og kann
Freyfaxi þeim fyrirtækjum sem studdu félagið í ár miklar þakkir. Hér eru úrslit mótsins:
04.05.2009
Ný reiðhöll hestamannafélagsins Mána í Keflavík, Mánahöllin, verður vígð með pompi og prakt laugardaginn 9. maí.
Boðið verður upp á hátíðardagskrá þar sem félagar í Mána, bæði börn og fullorðnir, sína listir
sínar á eigin gæðingum, auk þess sem ýmsir góðir gestir koma í heimsókn. Húsið opnar klukkan 19.00.
04.05.2009
Ljóskur að leik komu verulega á óvart á Stórsýningu Fáks sem haldin var í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina.
Þar sýndi Mette Mannseth listir sýnar á hryssunni Happadís frá Stangarholti.
01.05.2009
Ljóskur að leik er eitt atriðiðanna sem verður á Stórsýningu Fáks annað kvöld, Mette Mannseth verður með tvö atriði
á sýningunni og annað þeirra heitir Ljóskur að leik atriði sem ekki má missa af. Sýnir hún samband milli manns og hest sem henni er
einni lagið. Einnig verð fjölmörg flott sýningaratriði. Sem dæmi Hafliði Halldórsson mætir sjálfur með
Stórgæðinginn Ás frá Ármóti og Steingrímur Sigurðsson með Mídas frá Kaldbak.