Álfur og Álfadrottning

Fyrsta afkvæmi Álfs frá Selfossi kom í dóma á Sörlastöðum í gær. Það var hryssan Álfadrottning frá Austurkoti, fjögra vetra. Hún er undan Snæfríði frá Þóreyjarnúpi, Skinfaxadóttur frá Þóreyjarnúpi.

Krákur kemur sterkur inn

Krákur frá Blesastöðum kemur sterkur inn sem kynbótahestur. Alla vega ef fyrsta afkvæmi hans í dóm hefur slegið tón til framtíðar. Það er fjögra vetra stóðhesturinn Mjölnir frá Hlemmiskeiði, undan Bliku frá Nýjabæ, Keilisdóttur frá Miðsitju. Hann fékk 8,40 í aðaleinkunn.

Tenór á háu nótunum

Tenór frá Túnsbergi fór yfir 9,0 múrinn fyrir hæfileika á Sörlastöðum í gær. Knapi var Erlingur Erlingsson. Meðaleinkunn Tenórs er nú 9,03, en yfirlit er eftir og hann gæti því hækkað sig enn meir ef hann á góðan dag þá.

Styttist í fría áskrift að WorldFeng

Bændasamtök Íslands hafa fengið félagaskrá LH á tölvutæku formi afhenta úr FELIX félagatalinu. Bændasamtökin vinna nú að því að lesa upplýsingar um alla félaga aðildarfélaga LH inn í WorldFeng.

Nýr starfsmaður LH

Nýr starfsmaður hefur tekið til starfa á skrifstofu LH, Þórdís Anna Gylfadóttir.

Skeiðará sundriðin - Myndir

Vatnagarpar undir forystu Hermanns Árnasonar sundriðu Skeiðará á dögunum. Myndir frá sundinu eru komnar í myndasafn. Smelltu á "Ljósmyndir"  hér til vinstri.

Jónína í rosa dóm á Sörlastöðum

Tólf hross eru komin með 8,20 og hærra í aðaleinkunn á kynbótasýningunni sem nú stendur yfir á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Þar af eru fimm frá Feti. Jónína frá Feti er með langhæstu einkunnina, 8,59.

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum 2009

Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir fullorðna verður haldið 16-18 júlí 2009 á Hlíðarholtsvelli á Akureyri. Framkvæmdaraðili mótsins er Hestamannafélagið Léttir.

Flestir vilja í ferðalag

Hestaferðalög er skemmtilegasta hestaíþróttin samkvæmt skoðanakönnun www.lhhestar.is. 37% þátttakenda í könnuninni velja þann kost. Gæðingakeppnin fær næst hæsta skor, 25%.

Gátlisti fyrir stóðhestahaldara

Nú þegar ræktunartímabilið er að bresta á vill Félag hrossabænda minna á gátlista fyrir stóðhestahólf, en þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og ábendingar varðandi stóðhestahald.