Samantekt á helstu lagabreytingum á milli áranna 2008 og 2009

Á Landsþingi LH 2008 voru samþykktar nokkrar breytingar á keppnisreglum sem heyra undir Lög og reglur LH. Keppnisnefnd hefur tekið helstu breytingarnar saman til glöggvunar.

LH fundur í Rangárhöll

Minnum á opinn fund um málefni LH og Landsmóts sem haldinn verður í Rangárhöllinni í kvöld, fimmtudag, klukkan 20-22. Til fundarins eru boðuð hestamannafélögin á svæðinu austan Hellisheiðar að Lómagnúpi.

Leiðari fyrir gæðingadómara

Leiðari fyrir gæðingadómara er nú kominn á netið, ásamt sérstökum leiðara fyrir úrslitakeppni. Einnig hefur listi yfir virka gæðingadómara verið uppfærður. Finna má umrætt efni undir hnappnum Keppnismál hér að ofan.

Á er áskorun

Sunnlenskir kappar munu feta í slóð forfeðranna og ríða um Suðurland, frá Höfn í Hornafirði vestur fyrir Selfoss — án þess að ríða yfir nokkra brú! Forsprakki hópsins er Hermann Árnason á Heiði í Mýrdal.

Heimasíða Fjórðungsmóts á Vesturlandi

Ný heimasíða hefur verið sett upp fyrir Fjórðungsmót á Vesturlandi, sem haldið verður á Kaldármelum fyrstu helgina í júlí. Á síðunni er að finna upplýsingar um þátttökurétt, skráningar, keppnisgreinar, gistimöguleika og fleira. Til að fara á síðuna þá smelltu HÉR.

Bruno Podlech látinn

Hinn þekkti hestamaður Bruno Podlech í Þýskalandi lést í morgun. Banamein hans var krabbamein. Bruno varð fyrst kunnur íslenskum hestamönnum þegar hann varð Evrópumeistari í tölti á Stjarna frá Svignaskarði á EM 1972 í St. Moritz í Sviss.

Boðað til fundar um gæðavottun reiðtygja

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, hefur lagt til að öryggisnefnd LH boði forsvarsmenn hestavöruverslana og tryggingarfélaga á fund um gæðavottun og öryggisstaðla á reiðtygjum.

Fundur um LH og Landsmót í kvöld

Minnum á opinn fund um málefni LH og Landsmóts sem haldinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í kvöld, miðvikudag, klukkan 20-22 í fundarsal ÍSÍ. Til fundarins eru boðuð hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu og Máni í Keflavík.

Skeiðleikar Skeiðfélagsins 13. maí

Miðvikudaginn 13. maí verða fyrstu Skeiðleikar af fjórum sem Skeiðfélagið og stendur fyrir í ár. Verða þeir haldnir að Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi og hefst keppni klukkan 20:00. Keppt verður í 100m, 150m og 250m skeiði.

Taumlás hrekkur í sundur

Sævar Leifsson, hestamaður í Hafnarfirði, slapp með skrekkinn þegar hann var í útreiðartúr með félaga sínum fyrir skömmu og taumlás hrökk í sundur. Hann var með nýjan taum sem hann hafði keypt í versluninni Hestar og menn.