30.11.1999
Keppnisnefnd LH er á móti þeirri tillögu Fáksmanna að keppendur í ungmennaflokki fái að keppa í meistaraflokki; keppa upp fyrir sig eins og sagt er. Telur nefndin að það skapi fleiri vandamál en það leysir.
30.11.1999
Hestamannafélagið Hörður vill endurreisa Skógarhólanefnd og hefja viðræður við Þingvallanefnd um áframhald á þeirri þjónustu sem hestamenn hafa notið á Skógarhólum. Tillaga þess efnis liggur fyrir 56. Landsþingi LH.
30.11.1999
Átta hrossaræktarbú eru tilnefnd til ræktunarverðlauna ársins 2008. Búin eru: Auðsholtshjáleiga, Fet, Hákot, Ketilsstaðir á Völlum, Lundar II, Skipaskagi, Strandarhjáleiga og Þúfur/Stangarholt. Eitt þessar búa hlýtur verðlaunin sem verða afhent á uppskeruhátíð hestamanna á Broadway.
30.11.1999
Frá 1990 hefur orðið viðsnúningur í hlutföllum einkunna á jöðrum dómskalans. Hlutfall hrossa sem fengu 8,0 eða meira í aðaleinkunn árið 1990 var 6,5%. Á þessu ári fengu 36,8% sýndra kynbótahrossa 8,0 eða hærra í aðaleinkunn.
30.11.1999
Sú tillaga sem olli hvað mestu fjaðrafoki og umræðum á 56. Landsþingi LH var tillaga Loga þess efnis að: hestar í keppni skuli vera járnaðir. Missi hestur skeifu dæmist hesturinn sjálfkrafa úr leik.
30.11.1999
Vegna fréttar um verð á skeifum hér á www.lhhestar.is vilja forsvarsmenn hestavöruverslunarinnar TopReiter taka fram að þar eru allar skeifur á jafnaðarverði, hvort sem þær eru 6, 8, eða 10 mm. Í fréttinni var aðeins stuðst við verð á 8 mm skeifum. Skaflar í TopReiter kosta 70 krónur en ekki 95 krónur eins og samkvæmt fyrstu upplýsingum.
30.11.1999
Sérsambönd innan ÍSÍ tilnefna nú eitt af öðru kandídata sína til íþróttamanns ársins. Landssamband hestamannafélaga hefur valið tvo knapa, mann og konu, sem sína íþróttamenn. Þeir verða kynntir föstudaginn 19. desember klukkan 16.00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
30.11.1999
Fyrir tæpum tveimur áratugum drápust á annað hundrað hrossa úr salmonellu sýkingu í Landeyjum og víðar á Suðurlandi. Aðallega fölold og trippi. Þar er talsvert um vatnsból sem eru tjarnir sem grafnar eru í landið.
30.11.1999
Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir, sagði í samtali við LH-Hesta að enginn vafi léki lengur á því að um salmonellu sýkingu væri að ræða í öllum hrossunum sem veikst hafa. Hann segir flest benda til þess að sýkingin hafi verið til staðar í litlum tjörnum í beitarhólfinu.
30.11.1999
Eins og fram hefur komið í fréttum hafa nokkrir hestamenn í Mosfellsbæ orðið fyrir umtalsverðum skaða nú um hátíðirnar. Samkvæmt síðustu fréttum hafa nítján reiðhross drepist af völdum salmonellu sýkingar. Þau voru í hópi fjörutíu hrossa sem voru í hagagöngu í hólfi við Esjurætur.