30.11.1999
Fjöldi fólks leitar sér upplýsinga meðan á Landsmóti (LM) stendur og hefur upplýsingasími LM og Landssambands hestamannafélaga (LH) verður opnaður. Síminn er: 841 0011.
30.11.1999
Knapar á Landsmóti eru minntir á að mæta með hesta sína í heilbrigðisskoðun í stóðhestahúsinu 2 - 24 klukkustundum fyrir keppni. Þetta gildir um alla hesta í A-flokki, B-flokki, tölti og skeiði.
30.11.1999
Valdimar Bergstað og Leiknir frá Vakurstöðum eru efstir eftir forkeppni í flokki ungmenna í dag. Þrjátíu efstu hestar komast í milliriðil sem fram fer á miðvikudag. Þriðji aukastafur réð úrslitum um hverjir kæmust í milliriðil.
30.11.1999
Hart var barist í forkeppni í unglingaflokki og hafnaði Sara Sigurbjörnsdóttir í efsta sæti á Hálfmána frá Skrúð, með 8,54 í heildareinkunn. 30 knapar og gæðingar þeirra komast áfram í milliriðil í unglingaflokki.
30.11.1999
Elding frá Haukholtum stendur efst í flokki 6 vetra hryssna, alhliða geng undan Hrynjanda frá Hrepphólum. Fjóla frá Kirkjubæ fékk geysiháar hæfileikaeinkunnir, en hún er klárhryssa með 9,5 bæði fyrir tölt og brokk.
30.11.1999
Fjöldi sterkra hesta mætir til keppni í B-flokki gæðinga, en forkeppnin fer fram í dag. Athygli vekur að Leiknir frá Vakurstöðum hefur verið dreginn úr keppni. Valdimar Bergstað, knapi hans, ávann sér réttinn til að keppa bæði í B-flokki og ungmennaflokki fyrir Fák og hefur hann ákveðið að einbeita sér að ungmennaflokknum eingöngu með Leikni.
30.11.1999
Margar góðar sýningar mátti sjá í forkeppni í barnaflokki á Gaddstaðaflötum í morgun. Birna Ósk Ólafsdóttir á Smyrli frá Stokkhólma var fremst meðal jafningja og stendur efst eftir keppnina í morgun með einkunina 8,58. Niðurstöður eru komnar eftir forkeppni í barnaflokki.
30.11.1999
Kynbótasýningar í flokki 5 vetra hryssna hófust í gærkvöldi, en þeim lauk í dag. Alls voru 44 hryssur sýndar og var Píla frá Syðra-Garðshorni efst eftir daginn. Yfirlitssýningar í þessum flokki fara fram á fimmtudaginn.
30.11.1999
Mjög spennandi og hörð keppni fór fram í forkeppni í B-flokki gæðinga við heldur erfið skilyrði. Bálhvasst var í braut, en sýningar margar hverjar mjög góðar þrátt fyrir það.Svo fór að gæðingurinn Röðull frá Kálfholti var efstur með einkunnina 8,79.
30.11.1999
Rásröð liggur fyrir í B-flokki gæðinga, sem fara fram á föstudagsmorgun.