30.11.1999
Glotti frá Sveinatungu stendur efstur í flokki 6 vetra stóðhesta eftir sýningar dagsins. Hann lækkaði eilítið í aðaleinkunn, fór niður um hálfan fyrir brokk og fegurð í reið, en hækkaði hins vegar fyrir skeið.
30.11.1999
Gaumur frá Auðsholtshjáleigu stendur efstur í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta eftir kynbótadóma á miðvikudag.
30.11.1999
Birna Ósk Ólafsdóttir á Smyrli frá Stokkhólma hélt efsta sætinu í barnaflokki, en milliriðill var riðinn í morgun. Heldur hvasst var á ungu knapana, en öll stóðu börnin sig með mikilli prýði.
30.11.1999
Lukka frá Stóra-Vatnsskarði var áfram langefst í flokki 7 vetra og eldri hryssna eftir yfirlitssýningar í morgun. Sýningum 7 vetra og eldri og sex vetra er lokið, en yfirlitsdómar 5 vetra hryssna standa yfir. Salka frá Stuðlum stendur efst fyrir yfirlit í flokki 4 vetra hryssna.
30.11.1999
Kolskeggur frá Oddhóli og Sigurbjörn Bárðarson héldu efsta sætinu, eftir milliriðla í A-flokki gæðinga í dag. Stakkur frá Halldórsstöðum, sem var í öðru sæti eftir forkeppnina og Sigurbjörn reið einnig, féll hins vegar niður í 14. sætið.
30.11.1999
Píla frá Syðra-Garðshorni stendur efst í flokki 5 vetra hryssna eftir yfirlitssýningar í dag, með 8,64 fyrir hæfileika og 8,50 í aðaleinkunn. Í flokki 4 vetra hryssna stendur Gletta frá Þjóðólfshaga hæst eftir yfirlitið með aðaleinkunnina 8,35.
30.11.1999
Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Rökkvi frá Hárlaugsstöðum eru efstir eftir forkeppni í tölti sem fram fór í dag. Vitað var fyrirfram að Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi myndu að vanda veita þeim félögum Þorvaldi og Rökkva harða keppni. Svo fór að Viðar og Tumi enduðu í öðru sæti með 8,43.
30.11.1999
Röðull frá Kálfholti og Ísleifur Jónasson eru enn efstir í B-flokki gæðinga eftir milliriðla sem riðnir voru í morgun, með einkunnina 8,68. Fast á hæla þeim koma Eldjárn frá Tjaldhólum með 8,66 og Akkur frá Brautarholti með sömu einkunn.
30.11.1999
Seiður frá Flugumýri er enn hæst dæmdur 4 vetra stóðhesta eftir yfirlitssýningarnar í dag. Kiljan frá Steinnesi er annar hæstur og Kappi frá Kommu hlaut þriðja hæsta dóminn í yfirlitinu, hækkaði sig talsvert frá kynbótasýningunni á miðvikudag.
30.11.1999
Röðun þriggja hæst dæmdu 5 vetra stóðhestanna breyttist ekki í yfirlitssýningunni sem fram fór í dag. Ómur frá Kvistum stendur enn efstur með 8,61 í aðaleinkunn, þá sömu og fyrir yfirlit.