30.11.1999
Einungis litlar breytingar urðu á dómum eftir yfirlitssýningar 6 vetra stóðhesta síðdegis. Glotti frá Sveinatungu er eftir sem áður hæst dæmdur.
30.11.1999
Orrasonurinn og hæfileikahesturinn Gaumur frá Auðsholtshjáleigu er efst dæmdur 7 vetra stóðhesta og breyttist sú staða ekki eftir yfirlitssýningu. Aðaleinkunn Gaums hækkaði á Landsmótinu úr 8,54, sem hann hlaut á Héraðssýningú á Sörlastöðum í vor í 8,69.
30.11.1999
Sigurður Óli Kristinsson á Blökk frá Kílhrauni sigraði í 150 metra skeiði. Sigurbjörn Bárðar á Neista frá Miðey varð annar og Teitur Árnason á Veigari frá Varmalæk þriðji.
30.11.1999
Skeiðkempan Sigurbjörn Bárðarson sigraði 250m skeiðið sem fór fram undir kvöld. Mikill fjöldi fólks fylgdist með í brekkunni, en nú snemma á föstudagskvöldi er áætlað að um 8 þúsund manns séu komnir á mótssvæðið.
30.11.1999
Áhorfendur á Landsmóti völdu Blesaastaði 1 besta ræktunarbúið í sms símakosningu sem fram fór á föstudagskvöldið að loknum sýningum ræktunarbúa.
30.11.1999
Borði frá Fellskoti sigraði B-úrslitin í B-flokki í morgun. Þeir félagar Borði og knapi hans, Sigursteinn Sumarliðason, hafa því áunnið sér rétt til að keppa í A-úrslitunum sem fara fram á morgun.
30.11.1999
Hanna Rún Ingibergsdóttir vann sannfærandi sigur í B-úrslitum í flokki unglinga. Hún fer því í A-úrslitin sem fara fram á morgun sunnudag.
30.11.1999
Grettir Jónasson vann B-úrslitin í ungmennaflokki og ríður A-úrslitin á morgun. Keppnin var hörð og jöfn.
30.11.1999
Svandís Lilja Stefánsdóttir og Glaður frá Skipanesi urðu efst í B-úrslitum í barnaflokki. Þau fara í A-úrslitin á morgun.
30.11.1999
Brekkan hyllti ákaft gæðinginn Stakk frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson sem eftir hörkukeppni unnu B-úrslitin í A-flokki gæðinga. Sigurbjörn er einnig með efsta hest í A-flokknum. Mögnuð tilþrif sáust á vellinum í dag.