06.04.2009
Það verður sannkölluð stóðhestaveisla í Rangárhöllinni laugardaginn 11. apríl kl. 14:00. Þá verða kynntir
stóðhestar sem verða til notkunar á Suðurlandi sumarið 2009. Miðasala er hafin í versluninni Ástund Austurveri, í Rangárhöllinni, og
hjá Guðmundi í s. 487-5428. Miðinn kostar kr. 2000 í forsölu en kr. 2500 við innganginn. Aðeins 450 miðar eru í boði.
06.04.2009
Myndir frá Ístölti-Þeir allra sterkustu 2009 eru nú komnar hér inn á vefinn. Smelltu á "Ljósmyndir" hér til vinstri og
þá finnur þú myndasafnið. Góða skemmtun!
06.04.2009
Hin árlega reiðhallarsýning Gustara "Dymbilvikusýningin" fer að venju fram kvöldið fyrir skírdag, 8. apríl nk. kl. 20:30 í
reiðhöllinni í Glaðheimum í Kópavogi. Boðið verður upp á fjölbreytt sýningaratriði þar sem kynbótahross leika
aðalhlutverk; ræktunarbú, hryssur og stóðhesta og síðast en ekki síst keppni ræktunarhópa frá hestamannafélögunum
á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
05.04.2009
Halldór Guðjónsson, tamningamaður og yfirþjálfari í Dal, sló heldur betur í gegn á Ístölti – Þeir allra
sterkustu 2009. Hann sigraði töltkeppnina með yfirburðum á Nátthrafni frá Dallandi, og hann tamdi einnig og þjálfaði hestinn sem hafnaði
í öðru sæti, Höfða frá Snjallsteinshöfða. Glæsileg frammistaða. Knapi á Höfða var Jóhann Skúlason, en hann
keypti hestinn nýverið af Halldóri. Í þriðja sæti varð Hulda Gústafsdóttir á stóðhestinum Hnokka frá Fellskoti.
04.04.2009
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafrest á Æskulýðsmót á ís sem haldið verður í Skautahöllinni
Laugardal, fimmtudaginn 9. apríl nk.
Hægt verður að skrá keppendur til mánudagsins 6. apríl n.k. til kl 12:00.
Skráningar fara fram á heimasíðunni www.gustarar.is. Skráningargjald kr. 3.800 pr.hest.
Æskulýðsnefnd LH
04.04.2009
Sunnudaginn 5. apríl verður 3ja og síðasta umferð meistaradeildar UMFÍ. Keppnin hefst kl. 11:00 í Rangárhöllinni og keppt verður í
skeiði (flugskeið) og tölti. Æfingatímar verða í Ragnárhöllinni eftir kl. 18:00 í dag fyrir þá knapa í meistaradeild
UMFÍ sem vilja æfa skeiðsprett í gegn um höllina. Einnig verður opið frá kl: 8:00 til kl. 10:00 í fyrramálið.
Keppni hefst stundvíslega kl. 11:00. Frítt inn fyrir áhorfendur, veitingar á staðnum. Hvetjum alla til að koma og hylla knapana okkar. Hér að neðan
er rásröð keppenda eins og hún var dregin út.
04.04.2009
Þær breytingar hafa verið gerðar á stjórn Landsmóts ehf. að hún er nú einungis skipuð fólki úr stjórnum
Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands. Eins og kunnugt er á LH tvo þriðju hluta í Landsmóti ehf. og BÍ einn
þriðja. Stjórnina skipa nú: Haraldur Þórarinsson, stjórnarformaður, og Vilhjálmur Skúlason fyrir hönd LH, og Sigurbjartur
Pálsson fyrir hönd BÍ.
04.04.2009
Opna æskulýðs mót Léttis og Líflands veður haldið í reiðhöllinni í Lögmannshlíð 11. apríl. Keppt verður
í tölt og fjórgangi. Skráning er hafin í Líflandi.
04.04.2009
Á aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands þann 26. mars s.l. fjallaði Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir
hrossasjúkdóma um smitsjúkdóma og varnir gegn þeim. Erindið var mjög áhugavert og þótti stjórn HS tilvalið að fleiri
fengju að fræðast um þessi mál en þeir sem áttu þess kost að mæta á aðalfundinn. Hér birtist því
úrdráttur úr erindinu en þeir sem áhuga hafa á að kynna sér málið betur geta kynnt sér það frekar í
fundargerð aðalfundar á slóðinni www.bssl.is undir Hrossaræktarsamtök Suðurlands.
04.04.2009
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands var haldinn þann 26. mars í Þingborg. Helstu fréttir af fundinum eru þær að Halldór
Guðjónsson var kosin í aðalstjórn og í varastjórn voru kosin María Þórarinsdóttir og Birgir Leó Ólafsson.
Núverandi stjórn er því þannig skipuð: Sveinn Steinarsson formaður, Bertha Kvaran, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Einarsson og Halldór
Guðjónsson.