31.03.2009
Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu fimmgangshestum landsins muni berjast í Ölfushöllinni á fimmtudaginn en þá verður keppt
í fimmgangi í Meistaradeild VÍS. Keppni hefst klukkan 19:30 að venju. Hulda Gústafsdóttir hefur sigrað undanfarin tvö ár á Galdri
frá Flagbjarnarholti en gera má ráð fyrir því að aðrir knapar í deildinni muni sækja hart að því að ná titlinum
af henni.
31.03.2009
Mikil spenna er fyrir lokakvöldið í KS Deildinni sem fer fram miðvikudagskvöldið 1.apríl. Ómögulegt er að spá fyrir um sigurvegara
deildarinnar í vetur. Allt getur gerst þetta síðasta kvöld þar sem í þessum tveimum greinum sem eftir eru, er keppt við klukkuna.
30.03.2009
Nýr leiðari fyrir úrslit í gæðingakeppni mun líta dagsins ljós innan skamms. Sigurbjörn Bárðarson, formaður
fræðslunefndar LH, hefur verið með leiðarann í smíðum um nokkrt skeið og kynnt hann á upprifjunarnámskeiðum
gæðingadómara. Sigurbjörn segir að leiðarinn muni hafa töluverðar breytingar í för með sér.
30.03.2009
Stóðhesturinn Möller frá Blesastöðum 1A hefur skipt um eigendur. Kaupandinn er TY-Horsebreeding farm í Danmörku. Seljandi er Kráksfélagið
ehf.. Ræktandi er Magnús Trausti Svavarsson á Blesastöðum. Möller verður áfram á Íslandi, í það minnsta næstu
tvö til þrjú árin, í umsjón Magnúsar á Blesastöðum. Hann verður að öllum líkindum í útleigu á
Vesturlandi árið 2010, en annars heima á Blesastöðum.
30.03.2009
Nýhestamót Sörla verður haldið á Sörlastöðum laugardaginn 4. apríl klukkan 13:00.
Skráning verður frá klukkan 11:00-12:00. Skráningargjald er 1.500 krónur.
30.03.2009
Lokamótið í mótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fór fram sl. laugardag í Glaðheimum í Kópavogi. Mótið var opið að
þessu sinni og lét góður fjöldi hestamanna sjá sig þrátt fyrir að kuldaboli biti hressilega í kinn þennan daginn. Keppt var í
öllum flokkum og urðu úrslit sem segir hér að neðan, auk þess sem stigahæstu knapar þriggja vetrarmóta voru verðlaunaðir
sérstaklega.
28.03.2009
Sjö knapar unnu sér rétt til þátttöku á Ístölti - Þeir allra sterkustu sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal
laugardaginn 4. apríl. Jafnir í tveim efstu sætum voru Jón Páll Sveinsson á Losta frá Strandarhjáleigu og Valdimar Bergstað á Leikni
frá Vakursstöðum. Komu þau úrslit ekki á óvart. Í þriðja sæti er Elmar Þormarsson á Þrennu frá
Strandarhjáleigu.
27.03.2009
Stjórn Meistaradeildar VÍS og knapar deildarinnar hafa komist að samkomulagi um að færa fyrirhugað mót og stóðhestakynningu af laugardeginum 18.
apríl yfir á fimmtudaginn 23. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.
27.03.2009
Það stefnir í stórsýningu á Akureyri 2. maí. Þá mun hestamannafélagið Léttir standa fyrir sýningunni Æskan og
hesturinn. Þessi sýning hefur verið haldin á Sauðárkróki undanfarin ár, en samkomulag var gert nýlega um að halda sýninguna til
skiptis annað hvert ár á Sauðárkróki og Akureyri.
27.03.2009
Hrossaræktarbúið Kirkjubær á Rangárvöllum hefur opnað heimasíðu. Kirkjubær er eitt elsta og virtasta hrossaræktarbú
landsins. Hrossarækt á bænum má rekja til ársins 1940 þegar Eggert Jónsson frá Nautabúi hóf þar ræktun
rauðblesóttra hrossa.