03.12.2009
60 ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga verður haldin 18.des. nk. Í IÐNÓ, nánast á sama stað og sambandið
var stofnað en stofnfundur var haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna 18. desember 1949 þar sem tólf hestamannafélög lögðu grunninn. Gunnar heitinn
Bjarnason leiddi undirbúningsvinnu að stofnun sambandsins en fyrsti formaður þess var H.J. Hólmjárn.
03.12.2009
Hýruspor samtök um hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra sem stofnuð voru í janúar sl. hafa nú opnað heimasíðu
www.icehorse.is. Þar er m.a. að finna flokka yfir þá þjónustu sem meðlimirnir Hýruspors bjóða upp á.
01.12.2009
Helga Thoroddsen verður með almenna kynningu á Knapamerkjunum Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (ÍSÍ húsinu við hlið
Laugardalshallarinnar) þriðjudaginn 8.des. kl.19.30.
30.11.2009
Kaupfélag Skagfirðinga og aðstandendur Meistaradeildar Norðurlands hafa ákveðið að halda áfram samstarfi um KS deildina árið 2010.
Undirbúningur er kominn á fullt skrið og keppnisdagar hafa verið ákveðnir.
27.11.2009
Nú um helgina fagna tvö aðildarfélög LH merkum áfanga í sögu félaganna.
26.11.2009
Ísólfur Líndal, tamningamaður og reiðkennari við Hólaskóla, verður með sýnikennslu á vegum Félags tamningamanna í
reiðhöllinni á Kjóavöllum fimmtudaginn 3. desember nk.
Sýningin hefst kl. 20 og er miðaverði stillt í hóf, aðeins kr. 1.500, en skuldlausir félagar í Andvara og FT fá miðann á kr.
1.000.
25.11.2009
Aðalfundur HÍDÍ verður mánudaginn 18. Jan. 2010 kl 20:00 í Íþróttamiðstöðinni
í Laugardal.
24.11.2009
Aðalfundur norðurdeildar Félags Tamningamanna verður haldinn miðvikudaginn 2. des. nk. í Reiðhöllinni Svaðastöðum kl. 20:00
Á fundinum verður Jakob Svavar Sigurðsson með fyrirlestur um þjálfun kynbótahrossa. Fyrirlesturinn hefst kl: 21:00.
24.11.2009
Æskulýðsnefndir hestamannafélaganna í Skagafirði og Húnavatnssýslum funduðu fyrir helgi og ákváðu fyrirkomulag
Grunnskólamóts Hestamannafélaganna í vetur.
24.11.2009
Uppskeruhátíð bænda og hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu var haldin 21.nóv. síðastliðinn og tókst í alla staði
mjög vel. Borðin svignuðu undan verðlaunum fyrir hesta, kýr og kindur.