Landsmótsumræður á Formannafundi

Á Formannafundinum, sem haldin var þann 6. nóv. síðastliðinn, var mikið rætt um komandi Landsmót. Birgir Leó Ólafsson, formaður mannvirkjanefndar kynnti skýrslu nefndarinnar og greindi  frá úttektum á hugsanlegum Landsmótssvæðum.  Þær umsóknir sem til meðferðar eru fyrir Landsmót 2012 eru Fákur (Víðdalur) og Gaddstaðaflatir við Hellu og Landsmótsárið 2014 sækja fulltrúar Akureyrar, Gaddstaðaflata, Melgerðismela og Vindheimamela um.

Fáksfréttir - Uppskeruhátíð 5.des.

Ákveðið hefur verið að hafa uppskeruhátíðina þann 5. Desember (frestast um hálfan mánuð miðað við það sem fyrirhugað var). Allir sjálfboðaliðar og þeir sem starfa í nefndum á vegum félagsins er boðið. Þeir sem fá ekki boðskort fyrir mánaðarmótin eru beðnir að senda okkur póst á fakur@simnet.is  eða hringja í síma 898-8445.

Útsölulok í Líflandi!

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér útivistarfatnað á frábærum verðum á rýmingarsölu Líflands sem lýkur næstkomandi laugardag. Við bætum reglulega vörum á útsöluna svo að af nógu er að taka. Öll okkar flottustu vörumerki, Sonnenreiter, Georg Schumacher, Tattini og Mountain Horse.

Fjölbreytt og fróðleg sýnikennsla Þórarins

Félag Tamningamanna í samstarfi við hestamannafélagið Skugga í Borgarnesi stóð fyrir sýnikennslu með Þórarni Eymundssyni tamningameistara FT í reiðhöllinni í Borgarnesi í gærkvöld, miðvikudaginn 11.nóv. Sýnikennslan var gríðarlega vel sótt en um 250 manns mættu í nýja og glæsilega reiðhöll Borgnesinga.

Vel sóttur Formannafundur

Annaðhvert ár er haldin Formannafundur þar sem formenn allra hestamannafélaga í landinu koma saman ásamt formanna nefnda LH og formönnum dómarafélaga LH. Á fundinum kynnir Landssamband hestamannafélaga starfsemi sína, nefndir skila inn skýrslum sínum og reikningar eru kynntir.

Tilnefnd bú til ræktunarverðlauna HEÞ

Minnum á haustfund HEÞ sem verður haldinn í Ljósvetningabúð 12. nóvember nk. kl. 20:30. Á fundinum verður valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu. Eftirtalin bú eru tilnefnd:

Aðalfundur Félags Tamningamanna

Aðalfundur Félags tamningamanna 2009 verður föstudaginn 11. desember nk. kl. 17 í Bændahöllinni við Hagatorg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Nánar kynnt síðar. Rétt til fundarsetu eiga allir skuldlausir FT félagar - takið daginn frá!

Tryggvi Björnsson hestaíþróttamaður Þyts

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts var haldin hátíðleg laugardaginn 7.nóv. síðastliðinn. Verðlaun voru veitt fyrir stigahæstu knapa ársins, efstu ræktunarhross í hverjum flokki og ræktunarbú ársins.

Sigurður Sigurðarson er knapi ársins!

Íslenskir knapar kepptu á mörgum glæsilegum mótum á þessu ári sem senn er liðið. Heimsmeistaramót var með glæsibrag í Sviss og glæsileg keppni á Íslandsmóti á Akureyri og Fjórðungsmóti á Kaldármelum. Opin stórmót voru fleiri og stærri en oftast áður. Öflugar mótaraðir hafa fest sig í sessi. Fleiri gerðu tilkall til æðstu verðlauna, afreksmennirnir eru fleiri, frábærir knapar, af báðum kynjum, á öllum aldri, frá mörgum félögum.

Glæsileg Uppskeruhátíð hestamanna

Glæsileg Uppskeruhátíð hestamanna fór fram síðastliðið laugardagskvöld á Broadway. Húsfyllir var yfir borðhaldinu og gaman var að sjá hestamenn og konur í sínu fínasta pússi. Veislustjórinn Hermann Árnason skemmti hestamönnum eins og honum einum er lagið.