13.11.2009
Á Formannafundinum, sem haldin var þann 6. nóv. síðastliðinn, var mikið rætt um komandi Landsmót. Birgir Leó Ólafsson, formaður
mannvirkjanefndar kynnti skýrslu nefndarinnar og greindi frá úttektum á hugsanlegum Landsmótssvæðum. Þær umsóknir sem til
meðferðar eru fyrir Landsmót 2012 eru Fákur (Víðdalur) og Gaddstaðaflatir við Hellu og Landsmótsárið 2014 sækja fulltrúar
Akureyrar, Gaddstaðaflata, Melgerðismela og Vindheimamela um.
12.11.2009
Ákveðið hefur verið að hafa uppskeruhátíðina þann 5. Desember (frestast um hálfan mánuð miðað við það sem
fyrirhugað var). Allir sjálfboðaliðar og þeir sem starfa í nefndum á vegum félagsins er boðið. Þeir sem fá ekki boðskort fyrir
mánaðarmótin eru beðnir að senda okkur póst á fakur@simnet.is eða hringja í síma 898-8445.
12.11.2009
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér útivistarfatnað á frábærum verðum á rýmingarsölu
Líflands sem lýkur næstkomandi laugardag. Við bætum reglulega vörum á útsöluna svo að af nógu er að taka. Öll okkar flottustu
vörumerki, Sonnenreiter, Georg Schumacher, Tattini og Mountain Horse.
12.11.2009
Félag Tamningamanna í samstarfi við hestamannafélagið Skugga í Borgarnesi stóð fyrir sýnikennslu með Þórarni Eymundssyni
tamningameistara FT í reiðhöllinni í Borgarnesi í gærkvöld, miðvikudaginn 11.nóv.
Sýnikennslan var gríðarlega vel sótt en um 250 manns mættu í nýja og glæsilega reiðhöll Borgnesinga.
12.11.2009
Annaðhvert ár er haldin Formannafundur þar sem formenn allra hestamannafélaga í landinu koma saman ásamt formanna nefnda LH og formönnum
dómarafélaga LH. Á fundinum kynnir Landssamband hestamannafélaga starfsemi sína, nefndir skila inn skýrslum sínum og reikningar eru kynntir.
11.11.2009
Minnum á haustfund HEÞ sem verður haldinn í Ljósvetningabúð 12. nóvember nk. kl. 20:30. Á fundinum verður valið ræktunarbú
ársins á félagssvæðinu. Eftirtalin bú eru tilnefnd:
10.11.2009
Aðalfundur Félags tamningamanna 2009 verður föstudaginn 11. desember nk. kl. 17 í Bændahöllinni við Hagatorg. Á dagskrá eru hefðbundin
aðalfundarstörf. Nánar kynnt síðar. Rétt til fundarsetu eiga allir skuldlausir FT félagar - takið daginn frá!
10.11.2009
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts var haldin hátíðleg laugardaginn 7.nóv.
síðastliðinn. Verðlaun voru veitt fyrir stigahæstu knapa ársins, efstu ræktunarhross í hverjum flokki og ræktunarbú ársins.
10.11.2009
Íslenskir knapar kepptu á mörgum glæsilegum mótum á þessu ári sem senn er liðið. Heimsmeistaramót var með glæsibrag
í Sviss og glæsileg keppni á Íslandsmóti á Akureyri og Fjórðungsmóti á Kaldármelum. Opin stórmót voru fleiri og
stærri en oftast áður. Öflugar mótaraðir hafa fest sig í sessi. Fleiri gerðu tilkall til æðstu verðlauna, afreksmennirnir eru fleiri,
frábærir knapar, af báðum kynjum, á öllum aldri, frá mörgum félögum.
09.11.2009
Glæsileg Uppskeruhátíð hestamanna fór fram síðastliðið laugardagskvöld á Broadway. Húsfyllir var yfir borðhaldinu og gaman var
að sjá hestamenn og konur í sínu fínasta pússi. Veislustjórinn Hermann Árnason skemmti hestamönnum eins og honum einum er lagið.