Íþrótta- og gæðingadómar komnir inn í Worldfeng

Frá og með deginum í dag geta áskrifendur Worldfengs skoðað alla íþrótta- og gæðingadóma á Íslandi.

Minnum á sýnikennslu FT í kvöld!

Minnum á að í kvöld, miðvikudaginn 21. október, stendur Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Gust, fyrir sýnikennslu í reiðhöll Gusts í Kópavogi kl. 20.

Lárus Á. Hannesson nýkjörinn formaður GDLH

Á aðalfundi Gæðingadómarafélags Landssamband hestamannafélaga sem haldin var föstudaginn 16.okt. síðastliðinn var kjörinn nýr formaður félagsins, Lárus Á. Hannesson.

Aðalfundur Gæðingadómarafélagsins

Minnum á aðalfund Gæðingadómarafélags Landssambands hestamannafélaga. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 16.okt. kl.18:00 Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hvetjum alla gæðingadómara til þess að mæta.

Anton Páll með sýnikennslu á vegum FT

Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Gust, stendur fyrir sýnikennslukvöldi miðvikudaginn 21. október nk. í reiðhöll Gusts í Kópavogi kl. 20. Þar mun Anton Páll Níelsson reiðkennari og tamningamaður fara yfir ýmis grundvallaratriði í þjálfun og hugmyndir að framhaldsþjálfun mismunandi hestgerða.

Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun!

Haustannarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 2. nóv. nk.  Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.

Hrossablót í Skagafirði - Óvenjuleg matar- og menningarveisla

Nánari upplýsingar um hrossakjötsneyslu landsmanna fyrr og síðar, matreiðslu á hrossa- og folaldakjöti og nýsköpun í ferðaþjónustu veita: - Arna Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins, s. 896 2339, 455 6345. - Friðrik V. veitingamaður á veitingstaðnum Friðriki V., Akureyri, s. 892 5775 - Svanhildur Pálsdóttir, hótelstjóri Hótel Varmahlíð, s. 8462582  

Von tryllir lýðinn á Uppskeruhátíð hestamanna!

Hin góðkunna hljómsveit Von frá Sauðárkróki kann svo sannarlega að skemmta hestamönnum og það ætla þeir að gera á Uppskeruhátíðinni sem haldin verður á Broadway laugardaginn 7. nóvember nk.

Hrossablót Söguseturs íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins stendur fyrir hrossablóti í samstarfi við Hótel Varmahlíð og Veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri, laugardagskvöldið 17. október á Hótel Varmahlíð. Blótið hefst með drykk  kl. 19.30.

Námskeið um fortamningar hrossa

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á eins dags námskeið í fortamningum hrossa með Antoni Páli Níelssyni, reiðkennara. Á námskeiðinu verður m.a. farið í gegnum fyrstu nálgun við tryppið, hvernig það er gert bandvant og undirbúið undir frumtamningu.