07.01.2010
Skýrsla samgöngunefndar LH er nú aðgengileg á heimasíðunni. Einnig er að finna umsóknir og úthlutanir reiðvegafés fyrir
árið 2009 ásamt fjárheimildum ársins 2009. Skýrslurnar er að finna undir Ýmsilegt - Reiðvegir
06.01.2010
Mótaskrá Landssambands hestamannafélaga 2010 er nú hægt að sjá hér á síðunni.
Á forsíðunni, hægra megin, er að finna tengilinn Mótaskrá 2010.
Mótaskránna er einnig hægt að skoða hér.
04.01.2010
Nú er vetrardagskráin hjá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands farin að skýrast og hér fyrir neðan má sjá helstu
viðburði:
31.12.2009
Í ljósi þeirrar staðreyndar að yfirvöld hafa leyft brennu í um 140m fjarlægð frá hesthúsabyggðinni að Heimsenda vill
Landsamband Hestamannafélaga koma eftirfarandi á framfæri.
30.12.2009
FEIF hefur staðfest dóm ÍSÍ á Þórði Þorgeirssyni um 9 mánaða keppnisbann í öllum FEIF löndum frá
3.ágúst 2009 til 3.mai 2010.
Sjá frétt nánar á http://www.feif.org/
29.12.2009
Landssamband Hestamannafélaga vill minna hestamenn og aðra á að fara varlega með flugelda um jól og áramót.
29.12.2009
Á stjórnarfundi Landssambands Hestamannafélaga þann 29.12.2009 var samþykkt að ganga til viðræðna við hestamannafélagið Fák um
að halda Landsmót 2012 á svæði félagsins í Víðidal.
23.12.2009
Landssamband hestamannafélaga óskar hestamönnum gleðilegra jóla og farsælt komandi ár. Skrifstofan verður lokuð frá 24.desember og opnar
að nýju mánudaginn 4.janúar kl.9:00.
Hægt er að senda tölvupóst á lh@isi.is eða disa@isi.is.
21.12.2009
Menntanefnd FEIF hefur sett á laggirnar þjálfara og reiðkennara Matrixu FEIF. Tilgangur Matrixunnar er að samræma flokkun á menntastigum í
aðildarlöndum FEIF.
21.12.2009
Landssamband hestamannafélaga hélt uppá 60 ára afmælið sitt síðastliðinn föstudag, 18.des. Hátíðin hófst á
fánareið unglinga og ungmenna úr afrekshópi LH sem riðu frá Sóleyjargötunni, um Fríkirkjuveginn og að IÐNÓ í
lögreglufylgd.