Fáksfréttir

Á föstudagskvöldið verður Grímutölt í Reiðhöllinni og hefst það kl. 20:30. Keppnisformið er hægt tölt og fegurðartölt. Keppt verður í tveimur aldursflokkum og tveimur styrkleikaflokkum innan hvers aldursflokks (ef næg þátttaka næst).

„Ung á uppleið“

Félag tamningamanna mun í samstarfi við unga og efnilega reiðkennara standa fyrir sýnikennslu í reiðhöllinni í Borgarnesi þriðjudaginn 9.febrúar kl.20.

Léttisfréttir

Þorsteinn „okkar“ Björnsson Reiðkennari á Hólum verður með reiðnámskeið í Top Reiter höllinni 12-14 febrúar. Tveir nemendur eru saman í hóp og fá þeir 5 kennslustundir. Kennt verður frá föstudagskvöldi til sunnudags. Verð er aðeins 12.500 kr. fyrir Léttisfélaga. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Friðrik í síma 896-5309 fyrir miðvikudaginn 10. febrúar.

Tilkynning frá Keppnisnefnd LH

Fyrir keppnistímabilið 2010 gilda eftirfarandi reglur um innanhússmót:

KEA-mótaröðin

KEA-mótaröðin 2010 mun hefjast þann 11. febrúar n.k. í Top Reiterhöllinni. Keppt verður í einum flokki og hefst hún á tölti.

Meistaradeild UMFÍ og LH

Meistaradeild UMFÍ og LH verður haldin í apríl 2010 í Rangárhöllinni. Mótadagar eru eftirfarandi:

Ístöltsmót 2010

Landsliðsnefnd LH vill vekja athygli á þeim ístöltum sem haldin verða í vetur til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum.

Hefur þú áhuga á að bjóða unglingum í heimsókn?

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna í samvinnu við aðra æskulýðsfulltrúa innan FEIF mun í sumar gefa íslenskum unglingum kost á að heimsækja önnur aðildarlönd FEIF. Fyrirkomulagið verður þannig að unglingar á aldrinum 14 – 17 ára verða í 1 – 2 vikur hjá fjölskyldum sem eiga íslenska hesta og taka þátt í þeirra daglegu störfum.  Þetta er tækifæri fyrir áhugasama krakka að kynnast hestamennskunni á erlendri grund og mynda vinatengsl.

Fáksfréttir

Námskeið fyrir mikið vana knapa hja Mette Manseth reiðkennara á Hólum. Frábært tækifæri fyrir mjög vana knapa sem vilja skerpa betur á hæfni sinni að fá kennslu frá einum fremsta reiðkennara landsins.  Aðeins 1 kennsluhelgi, þann 20. og 21. febrúar, kennt  verður frá kl. 8:00 - 16:00 báða dagana.  Staðsetning: Reiðhöllin í Víðidal. Takmarkaður fjöldi (Fáksfélagar ganga fyrir).  Verð:  29.000.

Bikarkeppni milli hestamannafélaga

Ákveðið hefur verið að halda Bikarkeppni á milli hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu líkt og í fyrra. Mótin eru haldin á föstudagskvöldum og standa í um einn og hálfan tíma. Mótin eru stutt og er lögð rík áhersla á að þau séu áhorfendavæn og að mikilvægt sé að ná upp stemningu á áhorfendapöllunum.