26.02.2010
Skrifstofa Landssambands hestamannafélaga verður lokuð í dag, föstudaginn 26.febrúar, eftir kl.12:00 vegna jarðarfarar.
26.02.2010
Boðið verður upp á skemmtilega nýbreytni á Ístöltsmóti kvenna "Svellköldum konum" í Skautahöllinni í Laugardal þann
13. mars nk. þ.e.að vera með liðakeppni. Keppendunum hundrað verður skipt í fimm lið, en dregið verður í liðin úr öllum
keppnisflokkum og munu 20 knapar skipa hvert lið.
26.02.2010
Skráningar berist á netfangið gudinga@ismennt.is í síðasta lagi þriðjudaginn 2. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir
þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa, nafn og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt.
Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu.
26.02.2010
Forsala aðgöngumiða er hafin á Landsmót hestamanna 2010, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27.júní –
4.júlí. Forsalan fer fram rafrænt á slóðinni www.landsmot.is. Söluferlið er einfalt og er væntanlegur landsmótsgestur leiddur í
gegnum ferlið skref fyrir skref.
26.02.2010
Vorannarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 15. mars nk. Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar
íþróttagreinar. Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.
Fjarnámið er öllum opið 16 ára og eldri sem áhuga hafa. Nemendur skila verkefni í hverri viku auk lokaverkefnis og
krossaprófa.
25.02.2010
Stjórn Meistaradeildar VÍS í samstarfi við keppendur í deildinni hefur tekið ákvörðun um að fresta mótinu sem halda átti í
kvöld.
Verið er að klára að velja dagsetningu fyrir mótið en verður það einhvern næstu daga. Það skýrist vonandi innan skamms.
25.02.2010
Eins og Sunnlendingar hafa orðið varir við síðustu klukkutímana kyngir niður snjó og einnig mikill skafrenningur með því á
þjóðvegum landsins. Stjórn Meistaradeildar VÍS hefur verið í sambandi við Vegagerðina og Veðurstofu Íslands í morgun.
25.02.2010
Aðalfundur Hestamannafélagasins Funa, haldinn í Funaborg á Melgerðismelum 25. feb. 2010 fagnar því að stjórn LH hafi sýnt þá
víðsýni að ganga til samninga við Fák um landsmót 2012 í Reykjavík.
24.02.2010
Reiðtúrinn á laugardaginn
Riðið verður upp í Hörð og lagt af stað kl. 14:00. Riðin verður strandarleiðin (framhjá Korpúlfsstöðum) og áð oft
á leiðinni svo þetta er bara einna hesta ferð. Kaffi og meðlæti í félagsheimili Harðar.
Sjáumst á laugardaginn.
24.02.2010
Á fimmtudag verður þriðja mótið í Meistaradeild VÍS og þá er keppt í slaktaumatölti. Nú hafa allir knapar skilað inn
hvaða hesta þeir munu mæta með og eru engar smá stjörnur þar á ferðinni.