Arndís tekur sæti í stjórn GDLH

Arndís Björk Brynjólfsdóttir hefur tekið sæti í aðalstjórn Gæðingadómarafélags LH, en hún var í varastjórn. Tók hún sæti Guðmundar Hinrikssonar, sem sagði sig úr stjórninni fyrir skömmu.

Leit hafin að gæðinga- dómurum

Dómarfélag LH leitar nú að dómaraefnum á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög fáir starfandi gæðingadómarar eru á þessum svæðum, tveir á Akureyri, einn á Húsavík, og þrír á Hornafirði.

Gæðinga- dómarar fá heimaverkefni

Gæðingadómarar munu fá heimaverkefni fyrir næstu upprifjunarnámskeið, sem haldin verða í mars og apríl. Útbúinn hefur verið DVD diskur með upptökum af nokkrum gæðingum frá LM2008.

Bragi frá Kópavogi skiptir um eigendur og knapa

Tryggvi Björnsson og Magnús Jósefsson í Steinnesi hafa keypt stóðhestinn Braga frá Kópavogi. Seljandi er Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði. Tryggvi hyggst beita Braga á keppnisvellinum á komandi keppnistímabili.

Vetrarmótin hefjast senn

Vetrarmót af ýmsu tagi eru orðin mikil að umfangi. Meistaradeildarmót norðan og sunnan heiða eru hvað viðamest. Hefðbundin ísmót eru á sínum stað, bæði innan dyra og utan. Einnig reiðhallarsýningar af ýmsu tagi. LH stendur fyrir tveimur ísmótum.

Sameinging landbúnaðar- háskólanna ekki verið rædd

„Sameining landbúnaðar- háskólanna hefur ekki verið rædd sérstaklega, alla vega ekki svo ég viti,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Menntamálaráðherra segir að verið sé að fara yfir leiðir til að styrkja rekstur skólanna.

Þrjú sýkt hross aflífuð

Mbl.is segir frá því í morgun að tvö sem enn voru alvarlega veik vegna salmonellu- sýkingarinnar sem kom upp við Esjurætur fyrir jólin, hafi verið aflífuð í gær. Eitt var fellt daginn áður.

Heilbrigði íslenska hestsins

Matvælastofnun heldur fræðslufund um heilbrigði íslenska hestsins þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða teknir fyrir þættir sem ógnað geta heilbrigði og velferð hrossastofnsins og fjallað um viðbrögð við hugsanlegri vá. Þá verða nýleg dæmi um salmonellusýkingu og brot á dýraverndarlögum til umfjöllunar.

Huginn í Skagafjörðinn

Skagfirðingar hafa tekið Huginn frá Haga á leigu næsta sumar. Huginn stimplaði sig inn sem kynbótahestur í fyrra. Þá komu fram nokkur úrvals hross undan honum.

Sér fyrir endann á reiðöll Harðar

Hýsi ehf og Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hafa náð samningum um að Hýsi sjái um að útvega og reisa reiðhöll á svæði Harðar á Varmárbökkum. Reiðhöllin er 30 x 81 m = 2430 m2 að stærð og vegghæð 4,2 m. Iðnkúnst ehf sér um að reisa húsið.