Gæðinga- dómarar fá heimaverkefni

Gæðingadómarar munu fá heimaverkefni fyrir næstu upprifjunarnámskeið, sem haldin verða í mars og apríl. Útbúinn hefur verið DVD diskur með upptökum af nokkrum gæðingum frá LM2008.Gæðingadómarar munu fá heimaverkefni fyrir næstu upprifjunarnámskeið, sem haldin verða í mars og apríl. Útbúinn hefur verið DVD diskur með upptökum af nokkrum gæðingum frá LM2008. Gæðingadómarar munu fá heimaverkefni fyrir næstu upprifjunarnámskeið, sem haldin verða í mars og apríl. Útbúinn hefur verið DVD diskur með upptökum af nokkrum gæðingum frá LM2008.

Ágúst Hafsteinsson, formaður Gæðingadómarafélags LH, segir að það sé mikill kraftur í félaginu um þessar mundir. Mikill áhugi, sem meðal annars megi rekja til góðs árangurs á undanförnum stórmótum. Hann segir að það sé mikill vilji á meðal gæðingadómara til að þjálfa sig betur og auka hæfni sína.

„Markmiðið með þessum DVD diski er að menn komi undirbúnir á upprifjunarnámskeiðin. Þannig mun tíminn nýtast betur. Dómurum er ætlað að dæma hestana heima og koma með þær einkunnir á námskeiðin. Þar verða hestarnir “diskúteraðir” og bornar saman bækur. Það ætti að hjálpa okkur til að sjá hvort allir eru að fara eftir leiðaranum. Allir geta rökstutt sína einkunn og síðan verða umræður um það á eftir,“ segir Ágúst.

Þess má geta að upprifjunarnámskeiðin eru fyrr á ferðinni í ár en venjulega. Í Reykjavík 12. og 26. mars, og á Hólum 6.-8. apríl. Það skal einnig tekið fram að gæðingarnir á umræddum DVD diski eru hestar sem verða ekki í keppni hér á landi á næsta keppnistímabili.