Með Úrval-Útsýn á HM2009

Úrval – Útsýn verður með ferð á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í ágúst í Sviss ef tilskilinn fjöldi bókast í ferðina. Boðið er upp á vikuferð og gist á mjög góðu hóteli. Flogið er út á þriðjudeginum 4.ágúst og komið heim viku síðar.

Skyndihjálpar- námskeið Rauða krossins

Hestamannafélagið Sörli stóð fyrir skyndihjálparnámskeiði núverið. Fulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi voru leiðbeinendur á námskeiðinu. Er þetta lofsvert framtak sem öll hestamannafélög ættu að taka sér til fyrirmyndar.

Halldór Guðjónsson í Meistaradeild VÍS

Halldór Guðjónsson var samþykktur í dag í lið Lýsis í Meistaradeild VÍS, en stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum kom saman í dag og tók fyrir tilnefningu liðsins. Halldór mun koma inní lið Lýsis í stað Sigríðar Pjetursdóttur sem gaf sæti sitt eftir í deildinni. Það er sannarlega missir af Sigríði úr deildinni, en Halldór mun án ef koma sterkur inn.

Kjarkur eyðir ellinni í Svíþjóð

Hinn aldni stóðhestur og höfðingi, Kjarkur frá Egilsstaðabæ er á leið til Svíþjóðar. Hann verður tuttugu vetra í vor. Kaupendur eru þrír Svíar í samstarfi við Guðmund Baldvinsson, tamingamann. Kjarkur var heilbrigðisskoðaður í desember síðastliðnum og var að sögn stálsleginn, eins og þriggja vetra foli.

Ellefu hundruð og eitt kynbóta- hross til útlanda

Sjötíu og fjögur fyrstu verðlauna kynbótahross voru seld til útlanda á síðastliðnu ári. Fjörutíu og átta stóðhestar og tuttugu og sex hryssur. Þetta kemur fram í upplýsingum frá WorldFengur.com.

Meistaradeild ungmenna í Rangárhöllinni

Geysismenn í Rangárþingi hafa sett á laggirnar sérstaka Meistaradeild ungmenna, 12 til 21 árs. Hugmyndin er að keppnin fari fram í Rangárhöllinni. Úrtaka fyrir deildina verður haldin í Rangárhöllinni 28. febrúar.

Lyfjaverð æðir upp

Lyf hafa hækkað verulega upp á síðkastið. Ormalyf í hross hafa hækkað um allt að helming frá því í fyrra. Mikill munur er þó enn á milli tegunda og pakkninga. Ódýrast er að kaupa fljótandi ormalyf á brúsa og gefa sjálfur.

Skipaður tilsjónarmaður Hólaskóla

Gísli Sverrir Árnason hefur verið ráðinn tilsjónarmaður Hólaskóla. Skólinn hefur verið rekinn með halla í mörg ár og fékk ekki leiðréttingu á fjárlögum eins og reiknað var með. Unnið er að því að greina stöðuna og gera rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár.

Maríanna í stjórn Meistara- deildar VÍS

Maríanna Gunnarsdóttir, gjaldkeri LH, hefur tekið sæti í stjórn Meistaradeildar VÍS. Maríanna er öflugur félagsmálamaður og eftirsótt sem slík. Hún hefur meðal annars unnið ötullega í félagsmálum í Fáki.

Húnvetnska liðakeppnin

Stefnt er að því að halda fyrsta mótið í Hvammstangahöllinni 13. febrúar nk. Mótið er LIÐAKEPPNI og verður þetta heil mótaröð þar sem safnað verður stigum á hverju móti fyrir sig og í lok mótaraðarinnar stendur uppi eitt sigurlið. Á fyrsta mótinu verður keppt í tölti, í 1. flokki, 2. flokki og flokki 16 ára og yngri.