Sér fyrir endann á reiðöll Harðar

Hýsi ehf og Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hafa náð samningum um að Hýsi sjái um að útvega og reisa reiðhöll á svæði Harðar á Varmárbökkum. Reiðhöllin er 30 x 81 m = 2430 m2 að stærð og vegghæð 4,2 m. Iðnkúnst ehf sér um að reisa húsið.Hýsi ehf og Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hafa náð samningum um að Hýsi sjái um að útvega og reisa reiðhöll á svæði Harðar á Varmárbökkum. Reiðhöllin er 30 x 81 m = 2430 m2 að stærð og vegghæð 4,2 m. Iðnkúnst ehf sér um að reisa húsið.Fréttatilkynning:

Hýsi ehf og Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hafa náð samningum um að Hýsi sjái um að útvega og reisa reiðhöll á svæði Harðar á Varmárbökkum. Reiðhöllin er 30 x 81 m = 2430 m2 að stærð og vegghæð 4,2 m. Iðnkúnst ehf sér um að reisa húsið.

Hestamannafélagið Hörður var stofnað 1950 og er með mikla starfsemi í Mosfellsbæ. Hýsi ehf var stofnað 2006 og hefur verið að sanna sig á þessum markaði með sölu á reiðskemmum, hesthúsum, fjárhúsum, fjósum, vélaskemmum og iðnaðarhúsum hverskonar. Einnig býður Hýsi upp á glugga og hurðir í tré/ál, pvc og fl. ásamt iðnaðar og bílskúrshurðum. Nýjasta viðbótinn hjá Hýsi er umboð fyrir Liebherr vélar og tæki.

Þess má til gamans geta að Hýsi og Iðnkúnst eru bæði staðsett í Mosfellsbæ.  Ríkið og Mosfellsbær koma myndarlega að þessu verkefni en meininginn er að húsið verði tilbúið 1. Júní 2009.