Meistaradeild ungmenna í Rangárhöllinni

Geysismenn í Rangárþingi hafa sett á laggirnar sérstaka Meistaradeild ungmenna, 12 til 21 árs. Hugmyndin er að keppnin fari fram í Rangárhöllinni. Úrtaka fyrir deildina verður haldin í Rangárhöllinni 28. febrúar.Geysismenn í Rangárþingi hafa sett á laggirnar sérstaka Meistaradeild ungmenna, 12 til 21 árs. Hugmyndin er að keppnin fari fram í Rangárhöllinni. Úrtaka fyrir deildina verður haldin í Rangárhöllinni 28. febrúar. Geysismenn í Rangárþingi hafa sett á laggirnar sérstaka Meistaradeild ungmenna, 12 til 21 árs. Hugmyndin er að keppnin fari fram í Rangárhöllinni. Úrtaka fyrir deildina verður haldin í Rangárhöllinni 28. febrúar.

Ómar Diðriksson, formaður Geysis og formaður stjórnar Meistaradeildar ungmenna, segir að tilgangurinn með deildinni sé tvíþættur. Annars vegar að auka starfssemi í Rangárhöllinni, og hins vegar að efla æskulýðsstarfið á svæðinu. Hugmyndin sé þó enn í mótun og ekki gott að segja hvernig hún muni þróast.

Í fréttatilkynningu frá Meistaradeild ungmenna segir:

Meistaradeild ungmenna mun hefjast laugardaginn 28. febrúar 2009. Þá verður úrtaka í Rangárhöllinni, þar sem keppt verður í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Fimmtán ungmenni á aldrinum 12 til 21 árs munu þar öðlast rétt til þátttöku í Meistaradeildinni og keppa fyrir 5 kostunaraðila.

Deildin mun ávallt keppa á laugardögum og reglur deildarinnar eru sniðnar að reglum Meistaradeildar VÍS. Eins fljótt og auðið er mun stjórn deildarinnar birta reglur og kostunaraðila. Tekið skal fram að þau ungmenni sem keppt hafa í Meistaradeild VÍS eru ekki gjaldgeng í Meistaradeild ungmenna skv. reglum deildarinnar.

Dagskráin er eftirfarandi (með fyrirvara):

28. febrúar: Úrtökukeppni
14. mars: T1 og fjórgangur
11. apríl: T2 og fimmgangur
28. apríl: Flugskeið og smali.

Í stjórn deildarinnar sitja eftirtaldir aðilar:

Ómar Diðriksson, formaður
Arndís Pétursdóttir, gjaldkeri
Finnur Ingólfsson, ritari
Hallgrímur Birkisson, meðstjórnandi

Fimmti stjórnarmaður verður fulltrúi frá aðal kostunaraðila, eða stuðningsaðila, og verður hann meðstjórnandi.