Kjarkur eyðir ellinni í Svíþjóð

Hinn aldni stóðhestur og höfðingi, Kjarkur frá Egilsstaðabæ er á leið til Svíþjóðar. Hann verður tuttugu vetra í vor. Kaupendur eru þrír Svíar í samstarfi við Guðmund Baldvinsson, tamingamann. Kjarkur var heilbrigðisskoðaður í desember síðastliðnum og var að sögn stálsleginn, eins og þriggja vetra foli.Hinn aldni stóðhestur og höfðingi, Kjarkur frá Egilsstaðabæ er á leið til Svíþjóðar. Hann verður tuttugu vetra í vor. Kaupendur eru þrír Svíar í samstarfi við Guðmund Baldvinsson, tamingamann. Kjarkur var heilbrigðisskoðaður í desember síðastliðnum og var að sögn stálsleginn, eins og þriggja vetra foli.Hinn aldni stóðhestur og höfðingi, Kjarkur frá Egilsstaðabæ er á leið til Svíþjóðar. Hann verður tuttugu vetra í vor. Kaupendur eru þrír Svíar í samstarfi við Guðmund Baldvinsson, tamingamann. Kjarkur var heilbrigðisskoðaður í desember síðastliðnum og var að sögn stálsleginn, eins og þriggja vetra foli.

Kjarkur sló í gegn á LM1994 á Gaddstaðaflötum í fimm vetra flokki stóðhesta, þá setinn af Vigni Siggeirssyni. Kjarkur fékk 9,5 fyrir tölt, og 9,0 fyrir stökk, vilja, og fegurð í reið. Hann fékk í aðaleinkunn 8,28, þar af 8,71 fyrir kosti.

Kjarkur og Vignir mættu árið eftir á Fjórðungsmót Austurlands á Fornustekkum í Hornafirði. Þar urðu þeir efstir í B-flokki gæðinga, sigruðu með yfirburðum. Kjarkur toppaði síðan ferilinn á LM2002 á Vindheimamelum, þar sem hann varð efstur í B-flokki gæðinga, þá setinn af Sigurðu V. Matthíassyni.

Kjarkur á 363 skráð afkvæmi. Þrettán eru með fyrstu verðlaun. Frægustu afkvæmin eru synir hans Hvinur frá Holtsmúla, fyrrum heimsmeistari í tölti, og Reynir frá Hólshúsum, fyrrum Norðurlandameistari í tölti.

Kjarkur er undan Otri frá Sauðárkróki og Hrefnu frá Mýnesi, sem var undan Skó frá Flatey og Fiðlu frá Snartarstöðum, Ófeigsdóttur frá Hvanneyri. Ræktandi Kjarks er Ingi J. Ármannsson.

Myndina af Kjarki og Sigga Matt. tók Anna Guðrún Grétarsdóttir á LM2002: www.fornhagi.is