Líflandsmótið - skráning 10.apríl

Hið árlega Líflandsmót æskulýðsdeldar Fáks verður haldið í reiðhöllinni Víðidal sunnudaginn 15. apríl nk.

III. Landsbankamótið – Skráning

Þriðja Landsbankamótið (þrígangur) og það síðasta í vetrarmótaröð Sörla verður haldið 13.-14. apríl næstkomandi á Sörlastöðum. Mjög vinsælt og skemmtilegt mót og gaman að keppa og horfa á.

Spuni og Álfur setja punktinn yfir i-ið!

Nú er allt að verða klárt fyrir veisluna miklu í Ölfushöllinni á laugardagskvöldið og þar mæta engar smá fallbyssur til leiks, en bæði Spuni frá Vesturkoti og Álfur frá Selfossi munu heiðra samkomuna.

Meira stóðhestastuð! -Heimsmeistari í heimsókn

Stjörnurnar streyma á stóðhestaveisluna á laugardaginn og nú er staðfest að Sæsbörnin Konsert landsmótssigurvegari og Kveðja frá Korpu munu mæta sem og Auðnusynirnir flottu frá Lundum II, þeir Alur og Asi.

Norðurlandamót í Eskilstuna/umsóknarfrestur

Norðurlandmót í hestaíþróttum verður haldið dagana 2. -5. ágúst í Eskilstuna í Svíþjóð. Í Eskilstuna eru aðstæður góðar og keppnisvæðið mjög skemmtilegt.

Kvistur og Kompás mæta - Arion kemur með alsystrum sínum

Miðar á Stóðhestaveisluna í Ölfushöllinni á laugardaginn rjúka út í forsölu og mikil stemming er að myndast um sýninguna. Ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands hefst með sköpulagsmati kl. 13 og svo verða folarnir sýndir kl. 15:30.

Stóðhestaveisla í Ölfushöll

Hin árlega stórsýning stóðhestanna "Stóðhestaveislan" verður haldin í Ölfushöllinni á laugardaginn kemur, 7. apríl kl. 20. Þar munu koma fram á fjórða tug stóðhesta og afkvæma, auk þeirra ungfola sem sigrað hafa á ungfolasýningu HS fyrr um daginn.

Dymbilvikusýning í kvöld!

Það stefnir í stórgóða Dymbilvikusýningu í kvöld!

Páskatölt Léttis

Páskatölt Léttis verður þann 5. apríl kl. 16:00.

Þrauta og leikjadagur í Gusti

Hinn árlegi þrauta- og leikjadagur unga fólksins fer fram í reiðhöll Gusts föstudaginn langa, að venju og hefst fjörið kl. 11.