III. Landsbankamótið – Skráning

Þriðja Landsbankamótið (þrígangur) og það síðasta í vetrarmótaröð Sörla verður haldið 13.-14. apríl næstkomandi á Sörlastöðum. Mjög vinsælt og skemmtilegt mót og gaman að keppa og horfa á. Þriðja Landsbankamótið (þrígangur) og það síðasta í vetrarmótaröð Sörla verður haldið 13.-14. apríl næstkomandi á Sörlastöðum. Mjög vinsælt og skemmtilegt mót og gaman að keppa og horfa á.


Mótið hefst á föstudaginn þann 13. og lýkur laugardaginn 14. apríl. 

Skráning
Skráning á III. Landsbankamótið (þrígangur) er í dómpalli þriðjudaginn 10. apríl, milli klukkan 17:00 og 19:00.

Skráningargjald
2500 krónur ( 1500 fyrir annan hest og 1000 krónur fyrir þriðja )
1000 kr. fyrir polla og 1.000 kr. fyrir skeið.

Nokkrir punktar um mótið
  • Fylgist með dagskrá á mótsdegi, uppfærð dagsskrá verður hengd upp við dómpall.
  • Sýna skal a.m.k. þrjár gangtegundir í fjórum ferðum. Dómskali Gæðingakeppni gildir.
  • Gefin er ein einkunn fyrir tölt. ( Ef bæði sýnt hægt og greitt gildir hærri einkunn)
  • Keilur afmarka keppnisbraut, þar sem hestur er í dómi.
  • Knapar skulu fylgjast með dagskrá og fyrirmælum þular.
  • Athugið að dagskrá getur riðlast v. forfallahesta.
  • Keppandi skal vera tilbúinn á brautarenda þegar knapi á undan er í braut.
  • Keppendur mega koma með fleiri en einn hest til keppni.
Stigin reiknast eftir forkeppni

Dagskrá 

Föstudagur 13. apríl
  • Skeið
  • Börn
  • Unglingar
  • Úrslit - börn
  • Úrslit - unglingar

Laugardagur 14. apríl 
  • Ungmenni
  • Pollar
  • Úrslit – Ungmenni
  • Eldri flokkar ( forkeppnin er blönduð úr öllum flokkum )
  • Úrslit – Heldrimenn
  • Úrslit – 3. flokkur 
  • Úrslit – 2. flokkur
  • Úrslit – 1. flokkur
  • Úrslit – opinn flokkur

Sörli hefur fengið úthlutað útvarpstíðni fyrir eftirfarandi mót Landsbankamót 3, Íþróttamót og Gæðingakeppi (úrtaka fyrir Landsmót).
Tíðnin er fm 91,9

Mótanefnd