Sýnikennsla í Gusti - breyttur tími

Föstudaginn 20.apríl nk.klukkan 20:30 verður sýnikennsla í reiðhöllinni í Gusti Glaðheimum.

Glæsilegt Líflandsmót

Æskulýðsdeild hestamannafélagsins Fáks hélt sitt árlega æskulýðsmót í samstarfi við LÍFLAND í gær. Um 100 skráningar voru á mótið sem byrjaði snemma í gærmorgun og lauk um kvöldmatarleytið.

Vel heppnað FEIF dómaranámskeið

Sportdómaranefnd FEIF í samstarfi við LH hélt dómaranámskeið fyrir alþjóðlega íþróttadómara dagana 13. og 14. apríl. Námskeiðið var vel sótt og það fjölmennasta sem haldið hefur verið hér á landi en rúmlega 60 dómarar úr Evrópu og USA sóttu námskeiðið, sem haldið var á félagssvæði Harðarmanna í Mosfellsbæ.

Dagskrá Líflandsmótsins

Komin er dagskrá fyrir Líflandsmót æskulýðsdeildar Fáks á sunnudaginn og hefst mótið kl. 8.00 enda skráningar miklar!

Dómstörf í boði

Stjórn HÍDÍ vill benda dómurum á að það vantar ennþá dómara á nokkur mót þá sérstaklega helgina 12-13 maí.

Opna íþróttamót Mána - skráning í kvöld

Skráning í Opna íþróttamót Mána (World Ranking) sem haldið verður dagana 20-22 apríl verður fimmtudaginn 12.apríl í Mánahöllinni og í síma milli kl 20 og 22.

Svellkaldar á RÚV í kvöld!

Í kvöld verður 20 mínútna þáttur frá ístöltinu "Svellkaldar konur" sýndur á RÚV og hefst hann kl. 20:45. Það voru þeir Samúel Örn Erlingsson og Óskar Nikulásson sem sáu um gerð þáttarins.

Líflandsmót - skráning í kvöld

Skráning á Líflandsmót æskulýðsdeildar Fáks verður í kvöld milli kl. 18 og 19.

Opna íþróttamót Mána - skráning

Skráning í Opna íþróttamót Mána (World Ranking) sem haldið verður dagana 20-22 apríl verður fimmtudaginn 12 apríl í Mánahöllinni og í síma milli kl 20 og 22.

Frábært Líflandsmót fyrir norðan

Laugardaginn 7. apríl var haldið stórgott Líflandsmót í Top Reiter höllinni á Akureyri.